Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 08. október 2020 15:23
Elvar Geir Magnússon
Óli Stefán tekinn við Sindra (Staðfest)
Óli Stefán Flóventsson.
Óli Stefán Flóventsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óli Stefán Flóvents­son hefur verið ráðinn þjálfari Sindra í 3. deildinni. Óli lét af störfum hjá KA í sumar og snýr nú aftur til Sindra þar sem hann var 2010-2020.

Úr tilkynningu Sindra:
„Óli hefur lengi verið landskunnur sem bæði leikmaður og þjálfari.  Áður hefur hann stýrt liði Grindavíkur úr næst efstu deild í þá efstu og síðan KA á Akureyri í efstu deild.  Leiðir Sindra og Óla láu saman árin 2010 – 2014 þegar hann þjálfaði og lék með liðinuog reyndist þá mikill happafengur í báðum hlutverkum.  Óli er með UEFA pro gráðu í þjálfun. Óli kemur til með að stýra meistaraflokki karla og 5. flokki hjá Sindra."

Í tilkynningu Sindra kemur einnig fram að Veselin Chilingirov haldi áfram sem þjálfari meistaraflokks kvenna.

„Vesel­in kom til Sindra í fyrra sem þjálf­ari meist­ara­flokks kvenna og yngri flokka fé­lags­ins. Veskó sem er Búlgari hafði áður þjálfað hjá 2. og 3 flokk hjá Leikni Reykja­vík. Sam­vinna Sindra og Veskó hef­ur verið far­sæl. Hann hef­ur staðið sig vel sem þjálf­ari yngri flokka Sindra auk þess að byggja upp ungt og efni­legt lið meist­ara­flokks kvenna. Veskó er með UEFA B gráðu en er í UEFA A eins og stend­ur. Veskó mun áfram stýra meist­ara­flokki kvenna hjá Sindra auk þess að þjálfa 4. og 3. flokk hjá fé­lag­inu."
Athugasemdir
banner
banner
banner