Félög í Evrópu skila í dag 25 manna leikmannalistum sínum fyrir riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Sergio Romero, Phil Jones og Marcos Rojo eru ekki í leikmannahópi Manchester United.
Hinn 33 ára gamli Romero var orðaður við Everton undir lok félagaskiptagluggans en ekkert varð af þeim skiptum.
Hinn 33 ára gamli Romero var orðaður við Everton undir lok félagaskiptagluggans en ekkert varð af þeim skiptum.
Lee Grant er hins vegar valinn fram yfir Romero í Meistaradeildarhópinn. Grant, David De Gea og Dean Henderson eru markverðirnir í 25 manna hópnum.
Romero gæti því verið á förum en hann hefur verið orðaður við félög í Bandaríkjunum. Þá er ljóst að Jones og Rojo eru ekki ofarlega í huga Ole Gunnar Solskjær þessa dagana.
Facundo Pellistri, Edinson Cavani og Alex Telles eru allir í 25 manna hópnum en þeir komu til United á mánudag. Amad Diallo er ekki í hópnum en hann kemur frá Atalanta í janúar og þá getur United bætt honum við Meistaradeildarhópinn.
Athugasemdir