Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   fim 08. október 2020 12:30
Magnús Már Einarsson
Spánn og Portúgal vilja halda HM 2030
Spánn og Portúgal hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um að þau sækist eftir að halda HM 2030.

Skrifað var undir samning þess efnis fyrir vináttuleik þjóðanna í gær.

Spánn og Portúgal sóttust eftir að halda HM 2018 en þá fékk Rússland mótið.

Árið 1982 var HM haldið á Spáni. Portúgal hefur aldrei haldið HM en EM árið 2004 fór fram þar í landi.

HM 2022 fer fram í Katar en Bandaríkin, Kanada og Mexíkó halda mótið saman árið 2026.
Athugasemdir
banner