Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 08. október 2020 12:30
Magnús Már Einarsson
Spánn og Portúgal vilja halda HM 2030
Landslið Portúgal.
Landslið Portúgal.
Mynd: Getty Images
Spánn og Portúgal hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um að þau sækist eftir að halda HM 2030.

Skrifað var undir samning þess efnis fyrir vináttuleik þjóðanna í gær.

Spánn og Portúgal sóttust eftir að halda HM 2018 en þá fékk Rússland mótið.

Árið 1982 var HM haldið á Spáni. Portúgal hefur aldrei haldið HM en EM árið 2004 fór fram þar í landi.

HM 2022 fer fram í Katar en Bandaríkin, Kanada og Mexíkó halda mótið saman árið 2026.
Athugasemdir
banner
banner