Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 08. október 2020 08:30
Hafliði Breiðfjörð
VAR á Laugardalsvelli í kvöld - Hér verður skjár dómarans
Icelandair
Skjár dómarans kemur hérna upp þegar hann ákveður að skoða atvik í leiknum í kvöld.
Skjár dómarans kemur hérna upp þegar hann ákveður að skoða atvik í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net
Í kvöld munu myndbandsdómgæslan VAR verða notuð í fyrsta sinn á Íslandi þegar landslið okkar mætir því rúmenska í umspili um sæti á EM 2020 sem fer reyndar fram á næsta ári.

Vegna þessa komu hingað til lands erlendir aðilar með sérstaka VAR tækjabíla sem munu sjá um framkvæmdina á meðan leik stendur.

Þegar Fótbolti.net leit við á æfingum Íslands og Rúmeníu í gær mátti sjá að vinna við að setja upp kerfið var komin vel á veg.

Meðal annars mátti sjá þar skjá dómarans sem mun verða fyrir aftan auglýsingaskiltin við gömlu Sýnarstúkuna eins og hún er oft kölluð. Þegar dómarinn vill skoða eitthvað atvik mun vélbúnaður færa skjáinn upp svo hann endi eins og á meðfylgjandi mynd.
Athugasemdir
banner