Arsenal og Man Utd berjast um Sane - Zubimendi til Arsenal? - Murillo orðaður við risa félög - Liverpool vill fá Pepi
   þri 08. október 2024 14:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Aðstoðarþjálfari Tottenham ræðir við Anderlecht
Mynd: EPA
Ryan Mason er í viðræðum við Anderlecht um möguleikann á því að hann taki við sem aðalþjálfari liðsins. Brian Riemer var látinn fara frá Anderlecht fyrir tveimur vikum síðan.

Mason er í þjálfarateymi Tottenham, er þar aðstoðarþjálfari Ange Postecoglou en hefur fengið leyfi frá félaginu til að ræða við belgíska félagið.

Mason er talinn einn líklegasti kosturinn til að taka við starfinu hjá belgíska stórliðinu.

Mason er 33 ára og er fyrrum leikmaður Tottenham. Hann hefur stýrt Tottenham tvívegis til bráðabirgðar. Fyrra skiptið var þegar Jose Mourinho var látinn fara skömmu fyrir úrslitaleik deildabikarsins 2021. Þegar Mason tók við var hann yngsti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.

Miðjumaðurinn fyrrverandi lagði skóna á hilluna árið 2018 eftir tvö tímabil með Hull. Hann lék árið 2015 einn landsleik fyrir England.

Mark van Bommel var orðaður við Anderlecht en mun ekki taka við. Vladimir Ivic, fyrrum stjóri Watford og Krasnodar, er einnig orðaður við starfið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner