Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   þri 08. október 2024 20:30
Ívan Guðjón Baldursson
England: Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði
Mynd: Grimsby
Jason Daði Svanþórsson byrjaði á bekknum er Grimsby Town FC tók á móti Lincoln City FC í EFL Trophy, bikarkeppni ensku neðrideildanna.

Staðan var markalaus þegar Jasoni Daða var skipt inn í hálfleik og tók hann 12 mínútur að taka forystuna fyrir heimamenn í Grimsby.

Gestirnir frá Lincoln náðu inn jöfnunarmarki í jöfnum leik og tókst þeim að stela sigrinum með dramatísku marki í uppbótartíma til að slá Jason og félaga úr leik.

Birmingham City vann þá þægilegan sigur á útivelli gegn Shrewsbury Town en Alfons Sampsted og Willum Þór Willumsson voru ekki með í hóp vegna landsliðsverkefnis með Íslandi.

Birmingham er því komið með fjögur stig eftir tvær fyrstu umferðirnar í riðlakeppni EFL Trophy, á meðan Grimsby er án stiga eftir fyrsta leik sinn í keppninni.

Grimsby 1 - 2 Lincoln
1-0 Jason Daði Svanþórsson ('58)
1-1 B. Cadamarteri ('66)
1-2 J. Moylan ('94)

Shrewsbury 0 - 4 Birmingham
0-1 S. Wright ('8)
0-2 T. Iwata ('29)
0-3 S. Wright ('38)
0-4 E. Hansson ('71)
Athugasemdir
banner
banner
banner