Framtíð Ten Hag ákveðin í dag - Zubimendi til City - Liverpool horfir til Frankfurt - Sane aftur til Englands
   þri 08. október 2024 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ingvi Rafn leggur skóna á hilluna
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ingvi Rafn Óskarsson, fyrirliði Selfoss, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna.


Ingvi er uppalinn hjá Selfossi en lék einnig með Árborg, Hamri og Ægi á sínum ferli. Hann lék 324 leiki á sínum ferli og skoraði 30 mörk.

Hann var fyrirliði Selfoss sem vann bæði 2. deild og Fótbolti.net bikarinn í sumar.

„Ég vil þakka þjálfurum, leikmönnum og stjórnarmönnum fyrir tíma minn sem leikmaður Selfoss. Síðustu ár hef ég notið þess í botn að spila fótbolta með liðinu mínu og má segja að ég hafi fengið fullkomin endi með því að lyfta tveimur bikurum, þar af einum á Laugardalsvelli. Takk fyrir mig allir og Áfram Selfoss,” segir Ingvi. 


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner