Framtíð Ten Hag ákveðin í dag - Zubimendi til City - Liverpool horfir til Frankfurt - Sane aftur til Englands
   þri 08. október 2024 18:37
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeild kvenna: Wolfsburg tapaði í Róm
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: EPA
Sveindís Jane Jónsdóttir var í byrjunarliði Wolfsburg sem heimsótti AS Roma í fyrstu umferð í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Sveindís spilaði fyrri hálfleikinn en var skipt útaf í leikhlé í stöðunni 1-0, eftir að Manuela Giugliano skoraði úr vítaspyrnu fyrir Ítalíumeistarana.

Wolfsburg sótti af miklum krafti í síðari hálfleik en átti í miklum erfiðleikum með að finna glufur í sterkri vörn Rómverja. Roma gerði vel að halda út og tryggja sér frábæran sigur í fyrstu umferð.

Lyon og Galatasaray, sem er fyrsta tyrkneska félagið til að taka þátt í riðlakeppni Meistaradeildar kvenna, áttust þá við á sama tíma í sama riðli og unnu þær frönsku þægilegan sigur.

Lyon átti 42 marktilraunir og tókst að skora þrjú mörk, þar sem Kadidiatou Diani skoraði tvennu á meðan Tabitha Chawinga lagði upp tvö.

Roma 1 - 0 Wolfsburg
1-0 Manuela Giugliano ('14, víti)

Lyon 3 - 0 Galatasaray
1-0 Kadidiatou Diani ('34)
2-0 Vanessa Gilles ('45)
3-0 Kadidiatou Diani ('77)
Athugasemdir
banner
banner
banner