Solanke á sölulista hjá Tottenham - Tilboðum Tottenham og Man Utd í Semenyo hafnað - Tottenham á eftir Samu
   sun 05. október 2025 20:38
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Pulisic klúðraði víti gegn Juventus
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Juventus 0 - 0 Milan

Juventus tók á móti AC Milan í stórleik helgarinnar í ítalska boltanum og var staðan markalaus eftir fyrri hálfleikinn í hágæðaslag.

Leikurinn var hraður og fengu bæði lið tækifæri til að skora sem fóru forgörðum.

Seinni hálfleikurinn hélt áfram í sama fari en Milan fékk besta færið þegar Lloyd Kelly var dæmdur brotlegur innan vítateigs. Christian Pulisic steig á vítapunktinn en skaut yfir.

Federico Gatti fékk besta færi Juventus í upphafi síðari hálfleiks en Mike Maignan varði meistaralega frá honum.

Rafael Leao fékk einnig gott færi til að skora en heimamenn í liði Juve voru sterkari aðilinn á lokakaflanum. Þeir þjörmuðu að lærlingum Max Allegri en náðu ekki að skapa mikið. Milan fékk betri færi úr sínum skyndisóknum en tókst ekki að nýta þau svo lokatölur urðu 0-0.

Milan er í þriðja sæti með 13 stig eftir þetta jafntefli, einu stigi fyrir ofan Juventus sem er enn taplaust. Þetta er fimmta jafntefli Juve í röð í öllum keppnum.

Þetta var síðasti leikurinn í Serie A fyrir landsleikjahlé en Juve heimsækir Como þegar leikmenn snúa aftur til Ítalíu á meðan Milan tekur á móti Fiorentina.

Milan hafði sigrað fimm leiki í röð í öllum keppnum fyrir leikinn gegn Juve.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 8 6 0 2 15 8 +7 18
2 Roma 8 6 0 2 8 3 +5 18
3 Milan 8 5 2 1 13 6 +7 17
4 Inter 8 5 0 3 19 11 +8 15
5 Bologna 8 4 2 2 13 7 +6 14
6 Como 8 3 4 1 9 5 +4 13
7 Atalanta 8 2 6 0 12 6 +6 12
8 Juventus 8 3 3 2 9 8 +1 12
9 Udinese 8 3 3 2 10 12 -2 12
10 Lazio 8 3 2 3 11 7 +4 11
11 Cremonese 8 2 5 1 9 10 -1 11
12 Torino 8 3 2 3 8 14 -6 11
13 Sassuolo 8 3 1 4 8 9 -1 10
14 Cagliari 8 2 3 3 8 10 -2 9
15 Parma 8 1 4 3 3 7 -4 7
16 Lecce 8 1 3 4 7 13 -6 6
17 Verona 8 0 5 3 4 11 -7 5
18 Fiorentina 8 0 4 4 7 12 -5 4
19 Pisa 8 0 4 4 5 12 -7 4
20 Genoa 8 0 3 5 4 11 -7 3
Athugasemdir