Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn í 1-0 sigri Panathinaikos gegn Atromitos í grísku deildinni í kvöld.
Sverrir virðist vera búinn að endurheimta byrjunarliðssæti hjá liðinu og stóð sig vel í kvöld. Hann byrjaði í sigrum gegn Young Boys og Panetolikos í lok september en var svo á bekknum í tapi gegn Go Ahead Eagles í miðri viku.
Panathinaikos fór illa af stað á deildartímabilinu en þetta var annar sigur liðsins í röð. Stórveldið er núna með 8 stig eftir 5 umferðir.
Sarpsborg vann þá flottan sigur á útivelli gegn Rosenborg en Sveinn Aron Guðjohnsen var ónotaður varamaður í liði gestanna.
Daníel Freyr Kristjánsson er þá fjarverandi vegna meiðsla og spilaði því ekki í tapi Fredericia á heimavelli gegn Bröndby.
Panathinaikos 1 - 0 Atromitos
Rosenborg 2 - 3 Sarpsborg
Fredericia 0 - 2 Bröndby
Athugasemdir