Real Madrid undirbýr risatilboð í Rodri - Maguire orðaður við Sádi-Arabíu - Olise í stað Salah?
Jón Þór: Markmaðurinn kýlir Tufa frá mínu sjónarhorni
Haddi Jónasar: Ákváðum að hafa Viðar ekki í hópnum
Guðni Eiríksson: Við hefðum svo hæglega getað unnið þennan leik stærra
Óli Kristjáns: Skilgreinum ekki Þróttaraliðið og þetta tímabil á þessum eina leik
Jökull: Mjög erfitt að rökstyðja af hverju hann er ekki í U21
Túfa: Frekar lítill maður en það er risa hjarta í þessum dreng
Óskar Smári: Hvet Breiðablik og Þrótt frekar til að hringja í Donna
Donni: Hefur fengið þónokkur símtöl
Maggi fékk rautt spjald: Beittir óréttlæti
„Ótrúlegasti leikur sem ég hef spilað, alveg galinn“
Láki: Hef þurft að setja saman tvö eða þrjú lið
Lárus Orri: Frábært að vinna ÍBV í roki
Fyrirliðinn segir stöðuna skelfilega - „Auðvitað er maður skíthræddur um að falla með KR“
Óskar: Ég get ekki dottið í hyldýpi þunglyndis
Einar Guðna: Við ætlum að vera þarna á næsta ári
„Verður gaman að sjá Breiðablikstreyjuna á næsta ári"
Ótrúleg fyrstu tvö ár í atvinnumennsku - „Ég elska Ísland"
Berglind Björg: Þú verður eiginlega að spyrja hana!
Kom heim eftir erfiðan tíma í Sviss og er núna tvöfaldur meistari
Birta um magnað sumar: Vorum oft inn í Fífu á morgnana
   sun 05. október 2025 18:59
Guðmundur Jónasson
Jón Þór: Markmaðurinn kýlir Tufa frá mínu sjónarhorni
Jón Þór er mættur aftur Vestur en hann þjálfaði Vestra í Lengjudeildinni árið 2021
Jón Þór er mættur aftur Vestur en hann þjálfaði Vestra í Lengjudeildinni árið 2021
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Vestri gerði 1-1 jafntefli við KA á Akureyri fyrr í dag. Jón Þór nýráðinn þjálfari Vestra var vonsvikinn að hafa ekki klárað leikinn.

„Vonsvikinn að hafa ekki náð að klára þennan leik, við leiddum það lengi í leiknum og óþarfi að fá á sig mark úr föstu leikatriði sem við eigum auðveldlega að geta komið í veg fyrir. En þegar allt er tekið til þá held ég að þetta hafi verið sanngjörn úrslit". 


Jón Þór er mættur aftur Vestur en hann þjálfaði Vestra í Lengjudeildinni árið 2021. 

„Það er alltaf dásamlegt að koma Vestur en auðvitað ekki skemmtilegustu kringumstæðurnar en það er bara eins og fótboltinn er og núna er bara leggja hart að sér að koma liðinu á rétt ról". 

Vestri átti mögulega að fá vítaspyrnu þegar að Rasheed virtist keyra út og kýla Tufa en það var dæmd aukaspyrna á Tufa. 

„Frá mínu sjónarhorni þá fannst mér bara markmaðurinn kýla Tufa og mér fannst það rangur dómur en ég á eftir að sjá þetta betur". 

Cafu Phete og Gunnar Jónas Hauksson voru utan hóps og var Jón Þór spurður út í ástæður þess.

„Þeir eru meiddir því miður, frábærir leikmenn og erfitt að skilja góða leikmenn eftir fyrir Vestan og mér fannst það sjást svolítið á liðinu í dag. Mér fannst KA hafa meira orkustig síðustu 10 mínúturnar í leiknum". 


Athugasemdir
banner
banner