Man Utd á eftir Bellingham - West Ham og Sevilla vilja Zirkzee - Gordon til Liverpool?
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
   sun 05. október 2025 18:59
Guðmundur Jónasson
Jón Þór: Markmaðurinn kýlir Tufa frá mínu sjónarhorni
Jón Þór er mættur aftur Vestur en hann þjálfaði Vestra í Lengjudeildinni árið 2021
Jón Þór er mættur aftur Vestur en hann þjálfaði Vestra í Lengjudeildinni árið 2021
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Vestri gerði 1-1 jafntefli við KA á Akureyri fyrr í dag. Jón Þór nýráðinn þjálfari Vestra var vonsvikinn að hafa ekki klárað leikinn.

„Vonsvikinn að hafa ekki náð að klára þennan leik, við leiddum það lengi í leiknum og óþarfi að fá á sig mark úr föstu leikatriði sem við eigum auðveldlega að geta komið í veg fyrir. En þegar allt er tekið til þá held ég að þetta hafi verið sanngjörn úrslit". 


Jón Þór er mættur aftur Vestur en hann þjálfaði Vestra í Lengjudeildinni árið 2021. 

„Það er alltaf dásamlegt að koma Vestur en auðvitað ekki skemmtilegustu kringumstæðurnar en það er bara eins og fótboltinn er og núna er bara leggja hart að sér að koma liðinu á rétt ról". 

Vestri átti mögulega að fá vítaspyrnu þegar að Rasheed virtist keyra út og kýla Tufa en það var dæmd aukaspyrna á Tufa. 

„Frá mínu sjónarhorni þá fannst mér bara markmaðurinn kýla Tufa og mér fannst það rangur dómur en ég á eftir að sjá þetta betur". 

Cafu Phete og Gunnar Jónas Hauksson voru utan hóps og var Jón Þór spurður út í ástæður þess.

„Þeir eru meiddir því miður, frábærir leikmenn og erfitt að skilja góða leikmenn eftir fyrir Vestan og mér fannst það sjást svolítið á liðinu í dag. Mér fannst KA hafa meira orkustig síðustu 10 mínúturnar í leiknum". 


Athugasemdir
banner