Real Madrid undirbýr risatilboð í Rodri - Maguire orðaður við Sádi-Arabíu - Olise í stað Salah?
   sun 05. október 2025 18:52
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Sociedad heldur áfram að tapa
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Orri Steinn Óskarsson er ennþá meiddur og var því ekki í hóp hjá Real Sociedad sem tók á móti Rayo Vallecano í spænska boltanum í dag.

Sociedad hefur verið í miklum vandræðum á upphafi tímabils og þá sérstaklega með markaskorun, þar sem liðið er aðeins komið með fimm stig og búið að skora sjö mörk í fyrstu átta deildarleikjunum.

Leikurinn í dag var ekki frábrugðinn þar sem liðið tapaði 0-1 á heimavelli. Spænski landsliðsmaðurinn Mikel Oyarzabal leiddi sóknarlínuna eins og vanalega en tókst ekki að skora. Hann er kominn með tvö af sjö mörkum liðsins en setti boltann ekki í netið í dag.

Staðan var markalaus stærsta hluta leiksins en Pacha tókst að skora á 84. mínútu eftir jafna viðureign. Vallecano er þremur stigum fyrir ofan Sociedad eftir sigurinn í dag.

Espanyol tók þá á móti Real Betis og náði forystunni eftir stundarfjórðung. Espanyol leiddi eftir tíðindalítinn fyrri hálfleik en það var mikið fjör eftir leikhlé.

Betis átti góðan kafla í upphafi síðari hálfleiks og náði að snúa stöðunni við með mörkum frá Cucho Hernández og Abde Ezzalzouli. Fyrrum úrvalsdeildarleikmennirnir Antony, Héctor Bellerín og Giovani Lo Celso voru í byrjunarliði Betis í dag ásamt Pablo Fornals sem átti stoðsendingu.

Espanyol tók öll völd á vellinum eftir að Betis náði forystunni en heimamenn fundu ekki jöfnunarmarkið þrátt fyrir góðar tilraunir.

Lokatölur 1-2 fyrir Betis sem fer upp í fjórða sæti deildarinnar. Þetta var þriðji sigur liðsins í röð, Betis er með 15 stig eftir 8 umferðir, sex stigum á eftir toppliði Real Madrid.

Espanyol situr eftir með 12 stig eftir frábæra byrjun á tímabilinu. Liðið hefur verið að spila vel og er óheppið að ná aðeins í tvö stig úr síðustu fjórum deildarleikjum.

Atlético Madrid heimsækir Celta til Vigo í lokaleik dagsins.

Real Sociedad 0 - 1 Rayo Vallecano
0-1 Alfonso Espino ('84 )

Espanyol 1 - 2 Betis
1-0 Pol Lozano ('15 )
1-1 Cucho Hernandez ('54 )
1-2 Abde Ezzalzouli ('63 )
1-2 Javi Puado ('90 , Misnotað víti)

Celta 19:00 Atletico Madrid
Athugasemdir
banner
banner
banner