PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
   sun 05. október 2025 18:43
Guðmundur Jónasson
Haddi Jónasar: Ákváðum að hafa Viðar ekki í hópnum
Hallgrímur segist ekki í neinum viðræðum við Val
Hallgrímur segist ekki í neinum viðræðum við Val
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hallgrímur Jónasson var ekki sáttur með hugarfar sinna manna gegn Vestra í dag en leikurinn endaði með 1-1 jafntefli.

„Fyrstu viðbrögð eru blendin en ég er virkilega ánægður fyrir hönd Rasheed að fá að spila sinn fyrsta leik, svo er ég ánægður með seinni hálfleikinn. Mér fannst betra hugarfarið þar, við skorum, en ég hefði viljað skora meira." sagði þjálfari KA við Fótbolti.net eftir leik.

„Ég var ekki ánægður með hugarfarið hjá mörgum leikmönnum í fyrri hálfleik. Mér fannst sjást núna að það væri ekki jafn mikið undir eins og hefur verið og ég var óánægður með það. Mér líður þannig að þegar við erum on og erum með alvöru hugarfar þá erum við top 4 lið í deildinni". 


Viðar Örn var ekki í hópnum í dag og Hallgrímur var spurður hver ástæðan fyrir því væri.

„Hann bara er ekki í hóp í dag, við munum leyfa núna aðeins yngri strákum að koma inn í hópinn og Viðar fellur ekki undir þann hóp að vera ungur, hann er að renna útá samning þannig við ákveðum bara að hafa hann utan hóps í dag".

Hallgrímur hefur verið orðaður við Val og var spurður hvort það væri eitthvað til í því.

„Ég er í samningaviðræðum við KA en er ekki í neinum samningaviðræðum við Val þannig að ég er ekkert að spá í því, mér líður vel í KA og við höfum gert vel undan arin ár og ég er ennþá með metnað fyrir að gera eitthvað. Það verður svolítið af breytingum í KA og ég hef mikinn áhuga að taka þátt í því og ég reikna með því að ég verði þjálfari KA á næsta tímabili".


Athugasemdir
banner