Real Madrid undirbýr risatilboð í Rodri - Maguire orðaður við Sádi-Arabíu - Olise í stað Salah?
Jón Þór: Markmaðurinn kýlir Tufa frá mínu sjónarhorni
Haddi Jónasar: Ákváðum að hafa Viðar ekki í hópnum
Guðni Eiríksson: Við hefðum svo hæglega getað unnið þennan leik stærra
Óli Kristjáns: Skilgreinum ekki Þróttaraliðið og þetta tímabil á þessum eina leik
Jökull: Mjög erfitt að rökstyðja af hverju hann er ekki í U21
Túfa: Frekar lítill maður en það er risa hjarta í þessum dreng
Óskar Smári: Hvet Breiðablik og Þrótt frekar til að hringja í Donna
Donni: Hefur fengið þónokkur símtöl
Maggi fékk rautt spjald: Beittir óréttlæti
„Ótrúlegasti leikur sem ég hef spilað, alveg galinn“
Láki: Hef þurft að setja saman tvö eða þrjú lið
Lárus Orri: Frábært að vinna ÍBV í roki
Fyrirliðinn segir stöðuna skelfilega - „Auðvitað er maður skíthræddur um að falla með KR“
Óskar: Ég get ekki dottið í hyldýpi þunglyndis
Einar Guðna: Við ætlum að vera þarna á næsta ári
„Verður gaman að sjá Breiðablikstreyjuna á næsta ári"
Ótrúleg fyrstu tvö ár í atvinnumennsku - „Ég elska Ísland"
Berglind Björg: Þú verður eiginlega að spyrja hana!
Kom heim eftir erfiðan tíma í Sviss og er núna tvöfaldur meistari
Birta um magnað sumar: Vorum oft inn í Fífu á morgnana
   sun 05. október 2025 18:43
Guðmundur Jónasson
Haddi Jónasar: Ákváðum að hafa Viðar ekki í hópnum
Hallgrímur segist ekki í neinum viðræðum við Val
Hallgrímur segist ekki í neinum viðræðum við Val
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hallgrímur Jónasson var ekki sáttur með hugarfar sinna manna gegn Vestra í dag en leikurinn endaði með 1-1 jafntefli.

„Fyrstu viðbrögð eru blendin en ég er virkilega ánægður fyrir hönd Rasheed að fá að spila sinn fyrsta leik, svo er ég ánægður með seinni hálfleikinn. Mér fannst betra hugarfarið þar, við skorum, en ég hefði viljað skora meira." sagði þjálfari KA við Fótbolti.net eftir leik.

„Ég var ekki ánægður með hugarfarið hjá mörgum leikmönnum í fyrri hálfleik. Mér fannst sjást núna að það væri ekki jafn mikið undir eins og hefur verið og ég var óánægður með það. Mér líður þannig að þegar við erum on og erum með alvöru hugarfar þá erum við top 4 lið í deildinni". 


Viðar Örn var ekki í hópnum í dag og Hallgrímur var spurður hver ástæðan fyrir því væri.

„Hann bara er ekki í hóp í dag, við munum leyfa núna aðeins yngri strákum að koma inn í hópinn og Viðar fellur ekki undir þann hóp að vera ungur, hann er að renna útá samning þannig við ákveðum bara að hafa hann utan hóps í dag".

Hallgrímur hefur verið orðaður við Val og var spurður hvort það væri eitthvað til í því.

„Ég er í samningaviðræðum við KA en er ekki í neinum samningaviðræðum við Val þannig að ég er ekkert að spá í því, mér líður vel í KA og við höfum gert vel undan arin ár og ég er ennþá með metnað fyrir að gera eitthvað. Það verður svolítið af breytingum í KA og ég hef mikinn áhuga að taka þátt í því og ég reikna með því að ég verði þjálfari KA á næsta tímabili".


Athugasemdir
banner
banner