Luís Miguel aðstoðarþjálfari Wolves svaraði spurningum eftir 1-1 jafntefli gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni í dag. Vítor Pereira þjálfari var rekinn upp í stúku í fyrri hálfleik og fór því ekki í viðtal.
Pereira brást illa við þegar dómarinn dæmdi ekki aukaspyrnu sem hann vildi fá og sparkaði í bolta sem var útfyrir hliðarlínuna. Boltinn endaði í leikmannagöngunum og baðst Pereira afsökunar en skömmu síðar var önnur ákvörðun sem honum líkaði ekki við svo hann lét í sér heyra. Þá var hann rekinn upp í stúku með rautt spjald, en ekki er ljóst hvort það hafi verið fyrir að sparka boltanum eða fyrir eitthvað sem hann sagði.
„Í fyrsta lagi vil ég tala um það sem gerðist með Vítor, ég vil biðjast afsökunar fyrir hans hönd. Hann var pirraður út í spilamennsku liðsins, ekki út í hitt liðið eða dómarann. Boltinn var þarna og hann sparkaði í hann, þetta eru pirringsviðbrögð. Við misstum haus og ég biðst afsökunar. Vítor mun líka biðjast afsökunar þegar hann fær tækifæri til þess," sagði Miguel
„Það er pirrandi að hafa ekki unnið þennan leik, þetta er alveg eins og gerðist gegn Tottenham í síðustu umferð. Við fáum mark á okkur á síðustu mínútunum og missum af sigrinum. Tíminn mun úrskurða hvort þetta sé eitt stig sem við græddum eða tvö stig sem við töpuðum.
„Við mættum mjög sterku liði í dag sem er í góðri stöðu í deildinni. Við vitum að þetta eru erfiðir andstæðingar en við vörðumst vel og fengum góð færi. Við fengum tækifæri til að klára leikinn með öðru marki en nýttum það ekki."
Úlfarnir eru á botni ensku úrvalsdeildarinnar með tvö stig eftir sjö umferðir. Stigin komu bæði í síðustu tveimur umferðum gegn Brighton og Tottenham.
„Það sem ég get lofað stuðningsmönnum er að við munum halda áfram að leggja mikla vinnu á okkur til að vinna næstu fótboltaleiki. Leikmennirnir lögðu allt í sölurnar og um leið og við náum fyrsta sigrinum þá mun sjálfstraustið vaxa. Við þurfum á stigum að halda."
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Arsenal | 7 | 5 | 1 | 1 | 14 | 3 | +11 | 16 |
2 | Liverpool | 7 | 5 | 0 | 2 | 13 | 9 | +4 | 15 |
3 | Tottenham | 7 | 4 | 2 | 1 | 13 | 5 | +8 | 14 |
4 | Bournemouth | 7 | 4 | 2 | 1 | 11 | 8 | +3 | 14 |
5 | Man City | 7 | 4 | 1 | 2 | 15 | 6 | +9 | 13 |
6 | Crystal Palace | 7 | 3 | 3 | 1 | 9 | 5 | +4 | 12 |
7 | Chelsea | 7 | 3 | 2 | 2 | 13 | 9 | +4 | 11 |
8 | Everton | 7 | 3 | 2 | 2 | 9 | 7 | +2 | 11 |
9 | Sunderland | 7 | 3 | 2 | 2 | 7 | 6 | +1 | 11 |
10 | Man Utd | 7 | 3 | 1 | 3 | 9 | 11 | -2 | 10 |
11 | Newcastle | 7 | 2 | 3 | 2 | 6 | 5 | +1 | 9 |
12 | Brighton | 7 | 2 | 3 | 2 | 10 | 10 | 0 | 9 |
13 | Aston Villa | 7 | 2 | 3 | 2 | 6 | 7 | -1 | 9 |
14 | Fulham | 7 | 2 | 2 | 3 | 8 | 11 | -3 | 8 |
15 | Leeds | 7 | 2 | 2 | 3 | 7 | 11 | -4 | 8 |
16 | Brentford | 7 | 2 | 1 | 4 | 9 | 12 | -3 | 7 |
17 | Nott. Forest | 7 | 1 | 2 | 4 | 5 | 12 | -7 | 5 |
18 | Burnley | 7 | 1 | 1 | 5 | 7 | 15 | -8 | 4 |
19 | West Ham | 7 | 1 | 1 | 5 | 6 | 16 | -10 | 4 |
20 | Wolves | 7 | 0 | 2 | 5 | 5 | 14 | -9 | 2 |
Athugasemdir