Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 08. nóvember 2019 20:20
Ívan Guðjón Baldursson
Emery: Við erum ennþá í jafnvægi
Mynd: Getty Images
Unai Emery tjáði sig á fréttamannafundi fyrr í dag og hafa ummæli hans vakið hörð viðbrögð meðal stuðningsmanna Arsenal.

Gengi Arsenal hefur ekki verið upp á marga fiska að undanförnu og er liðið ekki búið að vinna deildarleik í rúman mánuð. Arsenal gerði jafntefli við Wolves og Crystal Palace í síðustu tveimur umferðunum og tapaði þar áður fyrir nýliðum Sheffield United.

„Það mikilvægasta er að halda jafnvæginu, það er það sem ég hef lært sem þjálfari. Ég er ekki að spila leikinn á morgun undir pressu því við erum í jafnvægi," sagði Emery.

„Við höfum verið að gera jafntefli í síðustu leikjum. Við unnum ekki, sem er neikvætt. En við töpuðum ekki, sem er jákvætt. Þannig erum við ennþá í jafnvægi.

„En við erum Arsenal og verðum að vinna meira."

Athugasemdir
banner
banner