Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 08. nóvember 2020 21:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Valencia fékk þrjár vítaspyrnur gegn Real Madrid
Soler skoraði þrennu af vítapunktinum.
Soler skoraði þrennu af vítapunktinum.
Mynd: Getty Images
Sociedad er á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar.
Sociedad er á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar.
Mynd: Getty Images
Real Madrid þurfti að lúta í lægra haldi gegn Valencia er liðin áttust við í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Leikurinn var vægast sagt athyglisverður í ljósi þess að Valencia fékk þrjár vítaspyrnur í leiknum og skoraði úr þeim öllum. Carlos Soler skoraði þrennu af vítapunktinum.

Raphael Varane, sem átti alls ekki góðan leik, skoraði þá eitt mjög klaufalegt sjálfsmark.

Valencia er í níunda sæti með 11 stig. Real Madrid situr í fjórða sæti með 16 stig, fjórum stigum frá toppliði Real Sociedad.

Real Sociedad vann 2-0 sigur á Granada þar sem bæði klúðruðu vítaspyrnu. Granada gerði nokkuð vel í ljósi þess að liðið var aðeins með sjö aðalliðsmenn í hópnum vegna meiðsla og Covid. Spænska knattspyrnusambandið hafnaði beiðni þeirra um frestun.

Sociedad hefur leikið einum leik meira en Real og tveimur leikjum meira en Atletico sem er í þriðja sæti með 17 stig - þremur stigum frá toppnum.

Hér að neðan má sjá öll úrslit og markaskorara dagsins í spænsku úrvalsdeildinni.

Getafe 1 - 3 Villarreal
0-1 Paco Alcacer ('11 )
1-1 Mauro Arambarri ('16 )
1-2 Manu Trigueros ('17 )
1-3 Gerard Moreno ('62 )

Levante 1 - 1 Alaves
0-1 Lucas Perez ('4 )
1-1 Jose Luis Morales ('51 )
Rautt spjald: Edgar Mendez, Alaves ('34)

Real Sociedad 2 - 0 Granada CF
1-0 Nacho Monreal ('22 )
2-0 Mikel Oyarzabal ('27 , víti)
2-0 Willian Jose ('54 , Misnotað víti)
2-0 Darwin Machis ('90 , Misnotað víti)
Rautt spjald: Robin Le Normand, Real Sociedad ('87)

Valencia 4 - 1 Real Madrid
0-1 Karim Benzema ('23 )
1-1 Carlos Soler ('35 , víti)
2-1 Raphael Varane ('43 , sjálfsmark)
3-1 Carlos Soler ('54 , víti)
4-1 Carlos Soler ('63 , víti)

Valladolid 2 - 1 Athletic
1-0 Fabian Orellana ('19 , víti)
2-0 Marcos De Sousa ('48 )
2-1 Inaki Williams ('86 , víti)
Athugasemdir
banner
banner
banner