Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 08. nóvember 2022 09:07
Elvar Geir Magnússon
Átján ára verðandi leikmaður Newcastle fer með Ástralíu á HM
Garang Kuol í leik með Ástralíu.
Garang Kuol í leik með Ástralíu.
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Táningurinn Garang Kuol er meðal leikmanna í 26 manna hópi Ástralíu sem fer á HM í Katar. Newcastle United hefur tryggt sér þennan átján ára framherja sem kemur til félagsins frá Central Coast Mariners í janúar.

Kuol hefur ekki byrjað leik fyrir Central Coast Mariners í áströlsku A-deildinni og á aðeins einn landsleik með Ástralíu, gegn Nýja-Sjálandi í september.

„Strákurinn þarf bara að vera hann sjálfur," segir Graham Arnold, landsliðsþjálfari Ástralíu. „Garang hefur sýnt að hann getur breytt leikjum. Hann óttast ekkert og vill skemmta áhorfendum."

Ástralía er í D-riðli HM og mætir Frakklandi þann 22. nóvember áður en liðið leikur gegn Túnis fjórum dögum síðar og svo gegn Danmörku 30. nóvember.

Ástralski hópurinn:

Markverðir: Mathew Ryan (FC Copenhagen), Andrew Redmayne (Sydney FC), Danny Vukovic (Central Coast Mariners)

Varnarmenn: Aziz Behich (Dundee United), Milos Degenek (Columbus Crew), Thomas Deng (Aibirex Niigata), Joel King (Odense Boldklub), Nathaniel Atkinson (Hearts), Fran Karacic (Brescia), Harry Souttar (Stoke City), Kye Rowles (Hearts), Craig Goodwin (Adelaide United)

Miðjumenn: Aaron Mooy (Celtic), Jackson Irvine (St Pauli), Ajdin Hrustic (Hellas Verona), Bailey Wright (Sunderland), Cameron Devlin (Hearts), Riley McGree (Middlesbrough), Keanu Baccus (St Mirren)

Sóknarmenn: Awer Mabil (Cadiz), Mathew Leckie (Melbourne City), Martin Boyle (Hibernian), James Maclaren (Melbourne City), Jason Cummings (Central Coast Mariners), Mitchell Duke (Fagiano Okayama), Garang Kuol (Central Coast Mariners)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner