
Í gær var hópur brasilíska landsliðsins fyrir HM í Katar tilkynntur. Um er að ræða gríðarlega sterkan hóp sem er svo sannarlega líklegur til afreka á næstu vikum.
Hinn 39 ára gamli Dani Alves er í hópnum og er einn þriggja leikmanna sem spila í brasilísku deildinni.
Gabriel Martinelli, leikmaður Arsenal, er valinn á kostnað Roberto Firmino, sóknarmanns Liverpool, sem er skilinn eftir heima.
Þá var Matheus Cunha, sóknarmaður Atletico Madrid, einnig skilinn eftir utan hóps.
Í gær birtist myndband af Cunha þar sem hann er augljóslega í molum eftir að hafa fylgst með valinu. Hægt er að sjá myndbandið hér að neðan en það er gríðarlega stórt fyrir brasilíska leikmenn að fara á HM.
Really sad to see Matheus Cunha like this. I’m sure if he picked the correct European club to go to instead of Atletico Madrid, he would be on that list too. pic.twitter.com/5iJMZVtXxp
— Brasil Football 🇧🇷 (@BrasilEdition) November 7, 2022
Athugasemdir