Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   fös 08. nóvember 2024 17:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hareide ætlar ekki að ræða um sína framtíð núna
Icelandair
Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands.
Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það hefur verið mikið um sögusagnir í kringum landsliðsþjálfarann Age Hareide síðustu vikur og framtíð hans í starfi.

Háværar sögur hafa verið um að búið sé að taka ákvörðun um að Norðmaðurinn verði ekki áfram eftir tvo síðustu leiki ársins í nóvember en hann er með riftunarákvæði í samningi sínum.

En Hareide sjálfur kannast ekkert við það. Hann hefur ekki rætt við KSÍ um framtíð sína og er einbeittur á síðustu leiki ársins.

„Við höfum ekki rætt um framtíð mína. Við höfum verið einbeitt á leikina tvo sem eru framundan. Það er mikilvægast núna," sagði Hareide við Fótbolta.net.

„Ég hef bara skrifað undir eins árs samninga frá því ég kom hingað. Það er ekkert nýtt. Svo þurfum við að taka stöðuna í lok nóvember."

Viltu halda áfram sem landsliðsþjálfari Íslands?

„Það er ekkert sem ég mun ræða í augnablikinu. Við förum yfir það seinna," sagði Hareide.
Hefði valið Gylfa í hópinn - „Maður verður bara að virða það"
Athugasemdir
banner
banner
banner