Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
Sævar Atli: Skrítnasti leikur sem ég hef spilað lengi
Elías: Leiðinlegt fyrir mig - Þeir eru ekki með hátt xG
Valur Gunnars: Tveir gaurar sem geta barist og hlaupið endalaust
„Veit ekki hvort maður eigi að kalla það frétt eða ábendingu um slúður"
Segir að Fram þurfi að gera betur - „Skrítið ef ég verð ekki áfram"
Segir mörkin í blóðinu - „Þegar Víkingur sýnir áhuga þá veit maður að það er ekkert grín“
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
   fös 08. nóvember 2024 17:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Hefði valið Gylfa í hópinn - „Maður verður bara að virða það"
Icelandair
Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands.
Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Já," sagði Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, aðspurður að því hvort hann hefði valið Gylfa Þór Sigurðsson í landsliðshópinn ef á því hefði verið kostur.

Gylfi er ekki í hópnum fyrir síðustu tvo leikina í Þjóðadeildinni gegn Svartfjallalandi og Wales en hann sagði frá því nýverið að það hefði verið sameiginleg ákvörðun á milli sín og KSÍ um að hann myndi hvíla í þessu verkefni.

„Fjölskylduástæður og aðrar ástæður sem spila inn í. Ég er bara sultuslakur," sagði Gylfi í Dr Football en hann var að eignast sitt annað barn.

Hareide var spurður frekar út í þetta í viðtali við Fótbolta.net núna áðan. „Þú verður að virða það þegar fólk telur það mikilvægara að vera heima í staðinn fyrir að fara með landsliðinu. Maður verður bara að virða það."

„Við gerum það," sagði landsliðsþjálfarinn.

Gylfi, sem er 35 ára miðjumaður, er markahæsti leikmaður í sögu landsliðsins, hefur skorað 27 mörk í 83 leikjum.

Það er markmiðið
Hareide er spenntur fyrir komandi verkefni. Báðir leikirnir eru útivellir. Ísland mætir Svartfjallalandi laugardaginn 16. nóvember og mun svo leika gegn Wales þriðjudaginn 19. nóvember.

Ísland er í þriðja sæti í riðli sínum í Þjóðadeildinni og ef það verður niðurstaðan mun liðið fara í umspil um að halda sæti sínu í B-deild Þjóðadeildarinnar. Hareide vonast hinsvegar til þess að geta hreppt annað sætið sem gefur umspil um að fara upp í A-deildina.

„Það eru mjög áhugaverðir leikir framundan og mikilvægir leikir. Við getum enn komist í umspil um A-deildina og það er markmiðið," segir Hareide.

„Við getum ekki tapað fleiri stigum. Auðvitað vonumst við eftir því að búa til úrslitaleik við Wales. Miðað við hvernig við höfum spilað, þá finnst mér við eiga það skilið. Ég er jákvæður fyrir þessa leiki."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan þar sem Hareide ræðir nánar um hópinn, leikina sem eru framundan og sína framtíð.
Athugasemdir
banner