Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   fös 08. nóvember 2024 17:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Hefði valið Gylfa í hópinn - „Maður verður bara að virða það"
Icelandair
Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands.
Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Já," sagði Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, aðspurður að því hvort hann hefði valið Gylfa Þór Sigurðsson í landsliðshópinn ef á því hefði verið kostur.

Gylfi er ekki í hópnum fyrir síðustu tvo leikina í Þjóðadeildinni gegn Svartfjallalandi og Wales en hann sagði frá því nýverið að það hefði verið sameiginleg ákvörðun á milli sín og KSÍ um að hann myndi hvíla í þessu verkefni.

„Fjölskylduástæður og aðrar ástæður sem spila inn í. Ég er bara sultuslakur," sagði Gylfi í Dr Football en hann var að eignast sitt annað barn.

Hareide var spurður frekar út í þetta í viðtali við Fótbolta.net núna áðan. „Þú verður að virða það þegar fólk telur það mikilvægara að vera heima í staðinn fyrir að fara með landsliðinu. Maður verður bara að virða það."

„Við gerum það," sagði landsliðsþjálfarinn.

Gylfi, sem er 35 ára miðjumaður, er markahæsti leikmaður í sögu landsliðsins, hefur skorað 27 mörk í 83 leikjum.

Það er markmiðið
Hareide er spenntur fyrir komandi verkefni. Báðir leikirnir eru útivellir. Ísland mætir Svartfjallalandi laugardaginn 16. nóvember og mun svo leika gegn Wales þriðjudaginn 19. nóvember.

Ísland er í þriðja sæti í riðli sínum í Þjóðadeildinni og ef það verður niðurstaðan mun liðið fara í umspil um að halda sæti sínu í B-deild Þjóðadeildarinnar. Hareide vonast hinsvegar til þess að geta hreppt annað sætið sem gefur umspil um að fara upp í A-deildina.

„Það eru mjög áhugaverðir leikir framundan og mikilvægir leikir. Við getum enn komist í umspil um A-deildina og það er markmiðið," segir Hareide.

„Við getum ekki tapað fleiri stigum. Auðvitað vonumst við eftir því að búa til úrslitaleik við Wales. Miðað við hvernig við höfum spilað, þá finnst mér við eiga það skilið. Ég er jákvæður fyrir þessa leiki."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan þar sem Hareide ræðir nánar um hópinn, leikina sem eru framundan og sína framtíð.
Athugasemdir
banner
banner