Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 08. desember 2021 18:48
Brynjar Ingi Erluson
Aron Einar skoraði í bikartapi
Aron Einar Gunnarsson var á skotskónum í Katar
Aron Einar Gunnarsson var á skotskónum í Katar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Einar Gunnarsson skoraði fyrsta mark Al Arabi í 3-2 tapi gegn Qatar SC í deildabikarnum í kvöld.

Íslenski miðjumaðurinn kom Al Arabi yfir strax á 4. mínútu leiksins með góðu skoti fyrir utan teig áður en honum var skipt af velli í hálfleik.

Al Arabi hefur tapað þremur leikjum í bikarnum, gert þrjú jafntefli og unnið tvo.

Liðið situr í 4. sæti B-riðils með 9 stig, einu stigi á eftir toppliði Qatar SC.

Kristian Nökkvi spilaði með Ajax í Meistaradeild U19 ára liða

Kristian Nökkvi Hlynsson var í byrjunarliði U19 ára liðs Ajax sem tapaði fyrir Sporting, 3-2, í Meistaradeildinni í gær. Hann lék allan leikinn sem sóknartengiliður.

Þá var Jökull Andrésson allan tímann á varamannabekknum hjá Morecambe sem tapaði fyrir Sunderland, 5-0, í ensku C-deildinni í gær.
Athugasemdir
banner
banner