Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 08. desember 2021 13:00
Elvar Geir Magnússon
Digne reifst við Benítez
Lucas Digne.
Lucas Digne.
Mynd: EPA
Lucas Digne var ekki í leikmannahópi Everton gegn Arsenal á mánudag en samkvæmt The Athletic er ástæðan fyrir því rifrildi sem kom upp milli hans og Rafa Benítez.

Þrátt fyrir að Digne sé eini hreinræktaði vinstri bakvörðurinn í hópnum ákvað Benítez að refsa honum með því að taka hann út úr leikmannahópnum.

Samband Digne og Benítez hefur víst ekki verið gott undanfarna mánuði og þeir tveir eru sagðir ósammála varðandi taktík.

„Aðalatriðið er að vera viss um að liðið sé að spila vel og hugarfarið sé rétt," sagði Benítez þegar hann var spurður út í fjarveru Digne eftir leikinn gegn Arsenal.

Í ljósi þessara frétta er ljóst að framtíð Digne hjá Everton er í mikilli óvissu.


Enski boltinn - Lundúnarþema og baráttan um fimmta sætið
Athugasemdir
banner
banner
banner