Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 08. desember 2022 15:00
Elvar Geir Magnússon
Tite ætlar ekki úr dansskónum
Mynd: Getty Images
Brasilíumenn dönsuðu mikið í 4-1 sigrinum gegn Suður-Kóreu, það mikið að mörgum fannst þeir ganga yfir strikið. Þar á meðal er Roy Keane.

Meira að segja þjálfarinn Tite steig spor þegar Richarlison skoraði þriðja mark Brasilíu í leiknum.

Á fréttamannafundi í dag, fyrir leikinn gegn Króatíu í 8-liða úrslitum sem fram fer á morgun, var Tite spurður að því hvort hann myndi dansa aftur á morgun?

„Dansinn snýst um að að tengja við yngri kynslóðir. Ég er 61 árs og er að vinna með leikmönnm sem eru 20 og 21 árs. Þeir gætu verið barnabörnin mín," segir Tite.

„Þeir sem þekkja mig vita að ef ég þyrfti að velja milli þess að gleðja þá sem þekkja mig eða þá sem þekkja mig ekki, þá mun ég alltaf velja þá sem þekkja mig."

„Ef ég þarf að dansa til að halda áfram að tengja við leikmenn mína þá mun ég dansa. Ég ætla ekki að biðjast afsökunar þegar það er í menningu okkar að dansa og hafa gaman."

föstudagur 9. desember
15:00 Króatía - Brasilía
19:00 Holland - Argentína

laugardagur 10. desember
15:00 Marokkó - Portúgal
19:00 England - Frakkland
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner