Diaz, Salah, Gallagher, Jorginho, Greenwood, Cancelo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 08. desember 2023 11:36
Elvar Geir Magnússon
ÍR og Leiknir mætast í hinum árlega minningarleik á morgun
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á morgun, laugardaginn 9. desember, klukkan 11 fer fram hinn árlegi Hlynsleikur þar sem Breiðholtsliðin ÍR og Leiknir mætast. Leikurinn fer fram á Gimla-vellinum, heimavelli ÍR.

Hlynur Þór var 18 ára gamall þegar hann varð bráðkvaddur þann 25. nóvember 2009 á æfingu hjá ÍR, en hann iðkaði bæði fótbolta hjá félaginu ásamt því að þjálfa yngri iðkendur og gegna ýmsum sjálfboðastörfum innan félagsins.

ÍR komst upp úr 2. deildinni á liðnu sumri og leika Breiðholtsliðin því bæði í Lengjudeildinni á næsta ári.

„Við þökkum stuðninginn og hvetjum fólk á að kíkja í Mjóddina og sjá Breiðholtsliðin etja kappi!," segir í auglýsingu ÍR-inga.

Einnig minnum við á minningarsjóð Hlyns sem Aðalheiður og Siggi, foreldrar Hlyns, hafa nýtt til góðra verka hjá báðum félögum.

Tekið er við frjálsum framlögum í sjóðinn:
kt: 411209-0160
rn: 115-05-60550


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner