Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   fös 08. desember 2023 15:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jonny æfir einn næstu vikurnar - Baðst afsökunar
Matt Hobbs, yfirmaður fótboltamála hjá Úlfunum, segir að spænski bakvörðurinn Jonny muni ekki snúa aftur til liðsæfinga fyrr en í janúar.

Jonny hefur ekki verið með í síðustu leikjum hjá Úlfunum þar sem hann hefur verið í agabanni.

„Það kom upp atvik á æfingasvæðinu í síðustu viku og verið er að höndla málið innan félagsins. Eins og staðan er núna þá er hann ekki að fara að spila næstu leiki," sagði Gary O'Neil, stjóri Wolves, á dögunum.

Hobbs segir að Jonny sé búinn að biðjast afsökunar á því sem gerðist en félagið hefur tekið ákvörðun um að leikmaðurinn muni æfa einn þangað til í lok janúar. Leikmaðurinn samþykkir þessa ákvörðun.

Hobbs segir að Jonny megi spila með U21 liðinu og muni líklega gera það til að halda sér í leikformi.
Athugasemdir
banner
banner
banner