Diaz, Salah, Gallagher, Jorginho, Greenwood, Cancelo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 08. desember 2023 10:00
Elvar Geir Magnússon
Liverpool gæti gert tilboð í Lacroix í janúar
Maxence Lacroix.
Maxence Lacroix.
Mynd: EPA
Matip er á meiðslalistanum.
Matip er á meiðslalistanum.
Mynd: EPA
Liverpool varð fyrir áfalli þegar ljóst var að Joel Matip verður mögulega ekki meira með á tímabilinu vegna meiðsla á hné. Liverpool er þegar orðað við Maxence Lacroix varnarmann Wolfsburg.

Samningur Matip rennur út næsta sumar svo líklegt er að hann hefur spilað sinn síðasta leik fyrir félagið. Liverpool ætlaði að fá mann í hans stað næsta sumar en gæti flýtt þeim áætlunum fram í janúar.

Lacroix er stór og stæðilegur og ótrúlega snöggur miðað við það. Þessi fyrrum unglingalandsliðsmaður Frakklands er miðvörður sem getur einnig spilað í hægri bakverði og er honum lýst sem leiðtoga.

Hann er 23 ára og vakið athygli í þýsku Bundesligunni en Wolfsburg er um miðja deild. Talið er að hann gæti verið fáanlegur á um 30 milljónir punda í janúar en samningur hans gildir til loka næsta tímabils.

Liverpool hefur vegnað vel með því að sækja leikmenn úr þýsku deildinni. Félagið sótti varnarmennina Matip og Ibrahim Konate þaðan og einnig þá Dominik Szoboszlai og Wataru Endo.

Liverpool hefur einnig verið orðað við Marc Guehi hjá Crystal Palace en talið er ólíklegt að hann sé falur í janúar. Fleiri félög hafa sýnt honum áhuga.
Athugasemdir
banner
banner
banner