Man Utd berst við Arsenal um Gyökeres - Chelsea og Napoli vilja Garnacho - Milan hættir að eltast við Rashford
   sun 08. desember 2024 19:48
Brynjar Ingi Erluson
Mikael Neville spilaði í bikarsigri - Dramatík hjá Panathinaikos
Mikael Neville var í liði AGF
Mikael Neville var í liði AGF
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mikael Neville Anderson og félagar í AGF unnu Bröndby, 1-0, í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum danska bikarsins í Árósum í Danmörku í dag.

Landsliðsmaðurinn var auðvitað í byrjunarliði AGF sem náði í sigurmark fimmtán mínútum fyrir leikslok er Suður-Afríkumaðurinn Gift Links setti boltann í netið.

AGF heimsækir Bröndby í síðari leiknum eftir viku. Sigurvegari bikarsins kemst í forkeppni Evrópudeildarinnar fyrir næstu leiktíð.

Varnarmaðurinn Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn er Panathinaikos lagði Asteras Tripolis að velli, 1-0, í grísku úrvalsdeildinni.

Sænski sóknarmaðurinn Alexander Jeremejeff kom inn af bekknum á 85, mínútu og skoraði sigurmarkið á fjórðu mínútu í uppbótartíma, en Panathinaikos fer upp í 4. sæti deildarinnar með 26 stig.
Athugasemdir
banner
banner