Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 09. janúar 2021 14:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
FA-bikarinn: Chorley úr sjöttu deild áfram eftir sigur á Derby
Chorley fagnar marki gegn Derby County.
Chorley fagnar marki gegn Derby County.
Mynd: Getty Images
Gylfi kom inn af bekknum í sigri Everton.
Gylfi kom inn af bekknum í sigri Everton.
Mynd: Getty Images
Það eru sex leikir búnir í enska FA-bikarnum í dag, en leikirnir um helgina eru í þriðju umferð.

Chorley úr sjöttu efstu deild er komið áfram í 32-liða úrslit eftir heimasigur gegn Derby County, sem er í næst efstu deild.

Derby mætti ekki með leikmenn úr aðalliði sínu í þennan leik vegna hópsmits hjá félaginu. Wayne Rooney, stjóri Derby, var heldur ekki á hliðarlínunni. Chorley náði að vinna leikinn 2-0 gegn leikmönnum úr U23 og U18 liðum Derby.

Chorley verður því í pottinum þegar dregið verður í 32-liða úrslit, en í honum verða líka Millwall, Everton, Luton, Norwich og Nottingham Forest.

Gylfi Þór Sigurðsson kom inn á sem varamaður á 66. mínútu fyrir Everton sem vann 2-1 sigur á Rotherham í leik sem fór í framlengingu. Jón Daði Böðvarsson kom eftir rúmlega klukkutíma leik er Millwall vann 2-0 útisigur gegn Boreham Wood.

Jóhann Berg Guðmundsson er í byrjunarliði Burnley sem mætir MK Dons klukkan 15:00. Með því að smella hérna má skoða alla leiki dagsins.

Boreham 0 - 2 Millwall
0-1 Kenneth Zohore ('31 )
0-2 Shaun Hutchinson ('74 )

Everton 2 - 1 Rotherham
1-0 Cenk Tosun ('9 )
1-1 Matthew Olosunde ('56 )
2-1 Abdoulaye Doucoure ('93 )

Luton 1 - 0 Reading
1-0 George Moncur ('30 )

Norwich 2 - 0 Coventry
1-0 Kenny McLean ('6 )
2-0 Jordan Hugill ('7 )

Nott. Forest 1 - 0 Cardiff City
1-0 Lyle Taylor ('3 )

Chorley 2 - 0 Derby County
1-0 Connor Hall ('10 )
2-0 Mike Calveley ('84 )


Athugasemdir
banner
banner