Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 09. janúar 2021 15:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vallarstarfsmenn Chorley sváfu á vellinum
Mynd: Getty Images
Vallarstarfsmenn Chorley, félags sem er í ensku sjöttu deildinni, lögðu býsna mikið á sig svo að leikurinn gegn Derby County í FA-bikarnum gæti farið fram í dag.

Það hefur snjóað og verið frekar kalt á svæðinu og var ákveðið að setja hitapulsu á völlinn fyrir leikinn mikilvæga. Svipaða hitapulsu og var á Laugardalsvelli fyrir leikinn gegn Rúmeníu sem átti að fara fram í mars en fór svo fram í október.

Sjá einnig:
Myndir: Hitapulsan komin á Laugardalsvöll

Ben, vallarstarfsmaður hjá Chorley, var í viðtali við BBC fyrir leikinn þar sem hann lýsti ansi stressandi nótt. Þeir sváfu á vellinum til þess að passa að allt yrði í lagi. Rafmagnið fór af síðastliðna nótt í um fjóra tíma en þeir náðu að bjarga málunum áður en leikurinn hófst.

Sjá einnig:
Chorley græðir vel - Syngja alltaf lag Adele í klefanum


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner