Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 09. janúar 2022 20:02
Brynjar Ingi Erluson
Arteta: Við verðum að biðjast afsökunar á þessu
Mikel Arteta
Mikel Arteta
Mynd: EPA
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, var sár og svekktur eftir 1-0 tapið gegn Nottingham Forest í enska bikarnum í dag en þetta þýðir það að Arsenal er úr leik.

Lewis Grabban skoraði eina mark leiksins á 83. mínútu en frammistaðan hjá leikmönnum Arsenal var langt frá því sem það hefur sýnt í síðustu leikjum.

Arteta gat ekki annað en beðist afsökunar á frammistöðunni í viðtali við ITV eftir leik.

„Þeir unnu og skoruðu mark en við gerðum það ekki. Við vorum ekki nógu góðir og verðum að biðjast afsökunar á því," sagði Arteta.

„Ég ætla ekki að vera með neinar afsakanir. Ég býst við því að liðið sem ég stilli upp geri betur annars ertu úr leik."

„Það sem þessi leikur sýndi er að okkur tókst ekki að vinna Forest á útivelli og gerðum ekki það sem þurfti til að vinna. Þetta snýst um samvinnu og við náðum ekki að gera það í dag,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner