Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 09. janúar 2022 16:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Enski bikarinn: Tottenham og Liverpool lentu undir en komu til baka
Kane kom inn af bekknum og skoraði.
Kane kom inn af bekknum og skoraði.
Mynd: EPA
Hinn efnilegi Kaide Gordon skoraði fyrir Liverpool.
Hinn efnilegi Kaide Gordon skoraði fyrir Liverpool.
Mynd: Getty Images
Tottenham lenti í vandræðum þegar liðið mætti Íslendingafélagi Morecambe í ensku bikarkeppninni - þeirri elstu og virtustu - þennan sunnudaginn.

Jökull Andrésson var ekki í markinu hjá Morecambe í leiknum þar sem hann er í landsliðsverkefni. Hann hefði samt líklega byrjað þar sem Trevor Carson var í markinu. Sá var að spila sinn fyrsta leik á tímabilinu fyrir Morecambe.

Íslendingaliðið tók forystuna í leiknum á 33. mínútu og var yfir í hálfleik. Í seinni hálfleik komu bæði Lucas Moura og Harry Kane inn á. Þeir skoruðu báðir og náði Tottenham að snúa leiknum sér í vil. Lokatölur 3-1 fyrir Spurs.

Liverpool er einnig komið áfram í næstu umferð. Liverpool spilaði við Shrewsbury og voru margar breytingar á liðinu hjá Jurgen Klopp. Max Woltman og Elijah Dixon-Bonner byrjuðu sína fyrstu leiki fyrir aðallið Liverpool.

Liverpool lenti undir á Anfield en var komið 2-1 yfir fyrir leikhlé. Liverpool gek svo frá leiknum í seinni hálfleiknum með tveimur mörkum til viðbótar, lokatölur 4-1. Fabinho átti góðan leik og skoraði tvisvar. Hinn efnilegi Kaide Gordon var einnig á skotskónum, rétt eins og Roberto Firmino.

Þá eru Luton, Stoke, Wolves, West Ham og Norwich einnig komin áfram eftir leiki dagsins. Það er framlengt í Cardiff þar sem heimamenn eru að spila við Preston.

Luton 4 - 0 Harrogate Town
1-0 Elijah Adebayo ('18 )
2-0 Cameron Jerome ('50 )
3-0 Kal Naismith ('82 )
4-0 Luke Berry ('88 )

Cardiff City 1 - 1 Preston NE
1-0 Isaak Davies ('42 )
1-1 Daniel Johnson ('54 , víti)

Charlton Athletic 0 - 1 Norwich
0-1 Milot Rashica ('80 )

Liverpool 4 - 1 Shrewsbury
0-1 Daniel Udoh ('27 )
1-1 Kaide Gordon ('34 )
2-1 Fabinho ('44 , víti)
3-1 Roberto Firmino ('78 )
4-1 Fabinho ('90 )

Stoke City 2 - 0 Leyton Orient
1-0 Tom Ince ('43 )
2-0 Tyrese Campbell ('89 )

Tottenham 3 - 1 Morecambe
0-1 Anthony O'Connor ('33 )
1-1 Harry Winks ('74 )
2-1 Lucas Moura ('85 )
3-1 Harry Kane ('88 )

Wolves 3 - 0 Sheffield Utd
1-0 Daniel Podence ('14 )
2-0 Nelson Semedo ('72 )
3-0 Daniel Podence ('80 )

West Ham 2 - 0 Leeds
1-0 Manuel Lanzini ('34 )
2-0 Jarrod Bowen ('90 )
Athugasemdir
banner
banner