Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 09. janúar 2022 11:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Krísufundur hjá Ronaldo og umboðsmanni
Powerade
Það hefur gengið erfiðlega hjá Manchester United á þessu tímabili.
Það hefur gengið erfiðlega hjá Manchester United á þessu tímabili.
Mynd: EPA
Morata er sagður á leið til Barcelona.
Morata er sagður á leið til Barcelona.
Mynd: EPA
Bissouma verður ekki seldur frá Brighton.
Bissouma verður ekki seldur frá Brighton.
Mynd: Getty Images
Það er nóg um slúður þessa mundina enda janúarglugginn í fullum gangi. Hérna kemur það helsta þennan sunnudaginn.



Jorge Mendes, umboðsmaður Cristiano Ronaldo, flaug til Englands og hélt krísufund með skjólstæðingi sínum. Ronaldo er að íhuga framtíð sína hjá Man Utd; tímabilið hefur verið erfitt. (Sun)

Erling Braut Haaland (21), sóknarmaður Borussia Dortmund, býst við að Manchester City reyni að kaupa sig næsta sumar. Manchester United er ekki lengur í kapphlaupinu. (Mario Cortegana)

Bruno Fernandes (27), miðjumaður Manchester United, verður efstur á óskalista Barcelona næsta sumar ef félaginu tekst ekki að kaupa Haaland. (El Nacional)

Sóknarmaðurinn Alvaro Morata (29) vill enda lánssamning sinn við Juventus svo hann geti farið til Barcelona. Max Allegri, þjálfari Juventus, vill hins vegar ekki enda samninginn áður en hann finnur leikmann í stað Morata. (AS)

Lazio hefur áhuga á Kepa Arrizabalaga (27), markverði Chelsea, en laun hans eru hindrun. Hann er með 170 þúsund pund í vikulaun og það er ekki eitthvað sem Lazio er með efni á. (The Athletic)

Boubacar Kamara (22) vill fá 150 þúsund pund í vikulaun í næsta samningi sínum. West Ham og Newcastle eru að reyna að semja við hann. (Sun)

Barcelona mun reyna að fá Adama Traore (25) frá Úlfunum ef Ousmane Dembele (24) tekur lokaákvörðun um að framlengja samning sinn ekki við Katalóníustórveldið. Tottenham hefur líka áhuga á Traore. (Diario Sport)

Atletico Madrid hefur áhuga á því að fá hægri bakvörðinn Cedric (30) á láni frá Arsenal með möguleika á því að gera svo lengri samning við hann. (Mail)

Eftirsótti sóknarmaðurinn Dusan Vlahovic (21) er ekki að flýta sér neitt og gæti klárað tímabilið með Fiorentina. (90min)

Arsenal er að eltast við Vlahovic en Ollie Watkins (26), sóknarmaður Aston Villa, gæti hentað leik liðsins betur. (Express)

Eric Bailly (27), varnarmaður Manchester United, gæti verið á leið til AC Milan. Ítalska stórliðið er að reyna að finna mann í stað Simon Kjær (32), sem er meiddur. (Sky Sports Italia)

Birmingham City er við það að fá kantmanninn Amad Diallo (19) á láni frá Manchester United. (Mirror)

Aston Villa, Crystal Palace, Newcastle og West Ham hafa öll áhuga á framherjanum Bamba Dieng (21), sem leikur með Marseille í Frakklandi. (La Provence)

Villa hefur áhuga á miðjumanninum Yves Bissouma (25), sem er á mála hjá Brighton. Graham Potter, stjóri Brighton, segir hins vegar að Bissouma verði ekki seldur. (Birmingham Mail)

Rafa Yuste, varaforseti Barcelona, segir að félagið verði að selja leikmenn áður en hægt sé að skrá Ferran Torres - sem var nýverið keyptur frá Manchester City - í leikmannahópinn. Börsungar þurfa að gera það til að fara eftir fjárhagsreglum La Liga. (Barca Blaugranes)

Barcelona mun funda með bakverðinum Sergino Dest (21) um mögulega sölu. Chelsea hefur sýnt honum áhuga. (Express)
Athugasemdir
banner
banner