Gareth Bale, fyrirliði velska landsliðsins, hefur tilkynnt að fótboltaferli hans sé lokið. Bale er 33 ára og hefur ákveðið að láta gott heita.
Bale er fyrrum leikmaður Tottenham og Real Madrid en hann lék síðast fyrir LAFC og varð bandarískur meistari með félaginu.
„Eftir vandlega og ítarlega umhugsun tilkynni ég hér með að ég hef ákveðið að hætta fótboltaiðkun. Ég tel mig ákaflega heppinn að hafa upplifað draum minn að spila íþróttina sem ég elska. Hún hefur gefið mér nokkrar af bestu stundum lífs míns," segir Bale í yfirlýsingu sinni.
Bale er fyrrum leikmaður Tottenham og Real Madrid en hann lék síðast fyrir LAFC og varð bandarískur meistari með félaginu.
„Eftir vandlega og ítarlega umhugsun tilkynni ég hér með að ég hef ákveðið að hætta fótboltaiðkun. Ég tel mig ákaflega heppinn að hafa upplifað draum minn að spila íþróttina sem ég elska. Hún hefur gefið mér nokkrar af bestu stundum lífs míns," segir Bale í yfirlýsingu sinni.
Bale kom upp úr yngri flokka starfi Southampton og vann Meistaradeildina fjórum sinnum með Real Madrid, La Liga tvívegis og HM félagsliða í þrígang. Þá var hann fyrirliði Wales sem komst í fyrsta sinn á HM síðan 1958.
Í yfirlýsingunni þakkar Bale öllum liðsfélögum sínum og þjálfurum í gegnum árin og fjölskyldu sinni og sínu nánasta fólki. Hann segist spenntur fyrir því að takast á við næsta kafla í sínu lífi.
Hér að neðan má sjá myndaveislu frá ferli Gareth Bale.
— Gareth Bale (@GarethBale11) January 9, 2023
— Gareth Bale (@GarethBale11) January 9, 2023
Gareth Bale gave us many great moments, but leaving the pitch to run around an opponent and still dust him and score…
— 101 Great Goals (@101greatgoals) January 9, 2023
Outrageous ????
pic.twitter.com/3phNOuGeMa
Is Gareth Bale’s overhead kick the greatest ever Champions League Final goal? ????#TelegraphFootball pic.twitter.com/WqCzfJ1qTz
— Telegraph Football (@TeleFootball) January 9, 2023
Athugasemdir