Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 09. janúar 2023 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jón fer ekki í félag á höfuðborgarsvæðinu - Framlengir hjá ÍBV (Staðfest)
Jón Ingason.
Jón Ingason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn Jón Ingason hefur ákveðið að framlengja samning sinn við ÍBV og verður hann því áfram í Vestmannaeyjum.

Það var sagt frá því í nóvember í fyrra að Jón væri að skoða í kringum sig eftir að samningur hans rann út. Hann var að skoða það að spila á höfuðborgarsvæðinu eftir að hafa fest niður rætur þar.

En hann verður áfram í ÍBV eins og kemur fram í tilkynningu frá félaginu í dag.

„Jón er frábær leikmaður og liðsmaður sem kom vel inn í lið ÍBV á liðnu ári eftir erfið meiðsli sem gerðu það að verkum að hann gat ekkert leikið á tímabilinu 2021," segir í tilkynningu ÍBV.

Jón er 27 ára gamall örvfættur varnarmaður og spilaði sína fyrstu leiki með ÍBV í efstu deild 2011. Hann hefur á ferli sínum einnig spilað með Grindavík.

Á liðnu tímabili lék hann 18 leiki í deild og bikar með ÍBV en hann var að snúa aftur eftir meiðsli sem héldu honum frá keppni sumarið 2021.
Athugasemdir
banner