Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   mán 09. janúar 2023 11:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svava Rós kveður Brann: Get ekki þakkað ykkur nógu mikið
Kvenaboltinn
Svava Rós Guðmundsdóttir.
Svava Rós Guðmundsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðskonan Svava Rós Guðmundsdóttir er búin að kveðja norsku meistarana í Brann. Hún þakkar fyrir tíma sinn hjá félaginu á samfélagsmiðlum.

„Takk. Án efa eitt besta tímabil sem ég hef átt, en núna er kominn tími til að kveðja," skrifar Svava á Instagram.

„Ég get ekki þakkað ykkur nógu mikið; liðsfélagar mínir, stuðningsfólk og allir í kringum félagið. Þetta eru bestu stuðningsmenn sem ég hef spilað fyrir. Takk fyrir mig Brann og Bergen, ég mun sakna ykkar."

Svava varð norskur meistari með Brann í fyrra. Hún hjálpaði einnig liðinu að verða bikarmeistari þar sem hún lagði upp tvö mörk í úrslitaleiknum gegn Stabæk.

Svava Rós er sögð á leið til Englands og er West Ham líklegasti áfangastaður hennar. West Ham reyndi að fá hana síðasta sumar en þá gekk það ekki upp.

Dagný Brynjarsdóttir, liðsfélagi Svövu í íslenska landsliðinu, er fyrirliði West Ham og hefur leikið afskaplega vel með liðinu á þessari leiktíð.

Sjá einnig:
Svava kom djúpt úr frystinum og stóð uppi sem tvöfaldur meistari


Athugasemdir
banner