Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 09. janúar 2023 09:42
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Weghorst bjartsýnn á að komast til Man Utd
Í baráttunni við Messi á HM
Í baráttunni við Messi á HM
Mynd: Getty Images
Wout Weghorst er sagður bjartsýnn á að komast til Manchester Unitd á láni. Hann er í dag á láni hjá Besiktas frá Burnley. United er sagt reyna að fá hann í sínar raðir til að þétta raðirnar sóknarlega.

Weghorst er þrítugur hollenskur framherji sem er á láni út tímabilið frá Burnley sem hefur ekki ákvæði í samningnum til að kalla Hollendinginn úr láni. United forvitnaðist um möguleikann á því að fá Weghorst á fimmtudag og hann virtist kveðja stuðningsmenn Besiktas eftir að hann skoraði sigurmarkið gegn Kasimpasa á föstudag.

Þó að United segist vera að kanna möguleikann á því að fá Weghorst og ekkert sé í hendi þá segja hollenskir miðlar að samkomulag sé að nálgast.

Erik ten Hag er í leit að styrkingu og er Weghorst einn af þeim sem eru á lista sem varaskeifa fyrir Anthony Martial sem hefur ekki náð að klára heilan leik allt tímabilið. Aðrir sem hafa verið nefndir eru Memphis Depay, Edin Dzeko, Olivier Giroud, Alvaro Morata, Joao Felix og Vincent Aboubakar.

Weghorst hefur skorað átta mörk í sextán leikjum fyrir Besiktas og átti stórgóða innkomu inn í leik Hollands gegn Argentínu í 8-liða úrslitum HM. Þá kom hann Hollendingum í framlengingu með tveimur mörkum seint í leiknum.

Meira um málið:
„Man Utd verður fyrst að ræða við Burnley sem mun svo ræða við okkur"
Yfirmaður fótboltamála hjá Man Utd: Mun ekki mikið gerast hjá okkur í janúar
Ten Hag veit hvað hann er að gera
Athugasemdir
banner
banner
banner