Antony vill ekki yfirgefa Man Utd - Bakvörður Sevilla á blaði Man Utd - Newcastle ætlar að halda Trippier
   fim 09. febrúar 2017 05:25
Fótbolti.net
Einkunnir Íslands: Davíð Þór maður leiksins
Icelandair
Kristján Flóki í baráttunni í leiknum.
Kristján Flóki í baráttunni í leiknum.
Mynd: Getty Images
Ungt og óreynt landslið Íslands tapaði fyrir öflugu liði Mexíkóa í vináttulandsleik sem fram fór í Mexíkó í nótt.

Tveir reyndustu menn íslenska liðsins voru meðal þriggja bestu manna að mati Fótbolta.net sem velur Davíð Þór Viðarsson mann leiksins. Davíð lék sinn fyrsta landsleik í átta ár.

Frederik Schram 7
Greip vel inn í og átti góðar spyrnur. Mjög fínn leikur hjá Frederik sem fékk samt ekki mikið að gera í vörslum því Mexíkó var lítið að hitta á rammann.

Viðar Ari Jónsson 5 ('86)
Kraftmikill og viljugur en átti nokkrum sinnum í smá basli í varnarleiknum.

Orri Sigurður Ómarsson 6
Miðvörðurinn ungi gerði nokkur mistök í fyrri hálfleik en lét það ekki hafa áhrif á sig og átti góðan leik.

Hallgrímur Jónasson 7
Í leik sem þessum skiptir miklu máli að hafa reynslumikla menn með og Hallgrímur reyndist vel.

Böðvar Böðvarsson 5 ('78)
Mætti öflugum Mexíkóum og stundum var á brattann að sækja en hann slapp vel frá sínu.

Sigurður Egill Lárusson 5
Var svolítið inn og út úr leiknum en minnti á sig af og til.

Davíð Þór Viðarsson 7 - Maður leiksins
Sinnti sínu hlutverki á flottan hátt sem drifkraftur og leiðtogi djúpur á miðjunni.

Kristinn Freyr Sigurðsson 5 ('67)
Tók smá tíma að koma sér inn í leikinn en náði sér betur í gang þegar á leið þó maður hefði viljað fá meira frá honum sóknarlega.

Aron Sigurðarson 6 ('78)
Lét finna fyrir sér og átti hættulegar sendingar. Skapaði oft usla í fyrri hálfleik og sýndi sjálfstraust. Dró svo af honum í seinni hálfleik.

Aron Elís Þrándarson 5 ('78)
Eins og hjá öðrum vantaði ekki viljann og vinnusemina en Aron var ekki mjög áberandi í leiknum.

Kristján Flóki Finnbogason 5 ('55)
Var í erfiðri stöðu í sókninni og fékk ekki úr miklu að moða en var duglegur og vinnusamur og gerði ágætis hluti þegar boltinn kom nálægt honum.

Varamenn:
('55) Oliver Sigurjónsson 6
('67) Tryggvi Haraldsson 5
('78) Kristinn Jónsson -
('78) Árni Vilhjálmsson -
('78) Kristinn Steindórsson -
('86) Adam Örn Arnarson -

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner