Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 09. febrúar 2019 19:26
Arnar Helgi Magnússon
England: Mikilvægur sigur Burnley í botnbaráttunni
Wood skoraði tvö í dag.
Wood skoraði tvö í dag.
Mynd: Getty Images
Brighton 1 - 3 Burnley
0-1 Chris Wood ('26 )
0-2 Chris Wood ('61 )
0-3 Ashley Barnes ('74 , víti)
1-3 Shane Duffy ('76 )

Brighton tók á móti Burnley í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Enginn Jóhann Berg Guðmundsson í leikmannahópi Burnley.

Chris Wood skoraði fyrsta mark leiksins á 26. mínútu þegar hann slapp inn fyrir vörn Brighton. Hann kláraði færið mjög vel.

Wood var aftur á ferðinni í síðari hálfleik þegar hann fékk sendingu frá Dwight McNeil, kom sér í gott færi og tvöfaldaði forystu Burnley.

Liðsmenn Brighton heimtuðu vítaspyrnu á 73. mínútu þegar Jeff Hendrick handlék knöttinn innan teigs. Þeir höfðu svo sannarlega eitthvað til síns máls en dómari leiksins dæmdi ekkert.

Burnley fór í skyndisókn og boltinn barst til Ashley Barnes sem var kominn einn í gegn en Matt Ryan kom út á móti og tók Barnes niður og þá var vítaspyrna dæmd, réttilega. Barnes fór sjálfur á vítapunktinn og skoraði af miklu öryggi.

Shane Duffy klóraði í bakkann fyrir heimamenn undir lok leiks en fleiri urðu mörkin ekki og gífurlega stór útisigur fyrir Burnley staðreynd.
Athugasemdir
banner
banner
banner