Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 09. febrúar 2021 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Rudi Garcia kallar Koeman hræsnara
Ronald Koeman og Lionel Messi
Ronald Koeman og Lionel Messi
Mynd: Getty Images
„Sjaldan er ein báran stök," sagði Rudi Garcia, þjálfari Lyon, um ummæli Ronald Koeman á dögunum en Koeman kvartaði yfir skrifum fjölmiðla um áhuga Paris Saint-Germain á Lionel Messi.

Messi verður samningslaus í sumar og virðist ekkert vera að miða áfram í samningaviðræðum hans við Börsunga.

Hann hefur verið orðaður við bæði Manchester City og Paris Saint-Germain en Koeman er þreyttur á að franska félagið sé að ræða um framtíð Messi opinberlega.

Garcia finnst þetta fremur fyndið því Koeman ræddi oft opinberlega um Memphis Depay á síðasta ári þegar hann reyndi að kaupa leikmanninn frá Lyon.

„Ég hef lesið að Ronald Koeman hafi móðgast yfir því að PSG hafi rætt um Lionel Messi fyrir leik þeirra á dögunum. Hann var ekki feiminn að tala um Memphis Depay og það jafnvel eftir að glugginn lokaði. Sjaldan er ein báran stök," sagði Garcia við BeIN Sports.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner