Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 09. febrúar 2023 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Fylkir gerir samninga við ellefu úr afreksstarfinu
Mynd: Fylkir

Knattspyrnudeild Fylkis var að gera samninga við ellefu unga leikmenn sína sem koma úr afreksstarfi félagsins.


Táningarnir eru fæddir á árunum 2007 og 2008 og hafa verið lykilmenn upp yngri flokka. Á komandi misserum munu þessir leikmenn fá tækifæri á að æfa með meistaraflokki og jafnvel gæti einhver fengið að spreyta sig í sumar, þá helst í kvennaflokki.

Strákarnir sem gerðu samning við Fylki eru Daníel Þór Michelsen og Jóel Baldursson, fæddir 2007, og þrír fæddir 2008. Þeir eru Stefán Logi Sigurjónsson, Guðmar Gauti Sævarsson og Ívar Hrafn Atlason.

Allar stelpurnar eru fæddar 2008 nema ein og því á fimmtánda aldursári. Þær eru Katla Sigrún Elvarsdóttir, Birta Margrét Gestsdóttir, Eik Elmarsdóttir, Sigrún Helga Halldórsdóttir og Selma Schweitz Ágústsdóttir. Sóley María Björgvinsdóttir er fædd 2007.

„Við óskum þessum leikmönnum til hamingju með nýja samninginn og hlökkum til að fylgjast með þeim í framtíðinni," segir meðal annars í tilkynningu frá Fylki.


Athugasemdir
banner
banner