Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
   fös 09. febrúar 2024 20:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Aron Snær: Bannaði orðin varamarkvörður og samkeppni
Heillaður af metnaðinum í þjálfaranum og félaginu
Lengjudeildin
Það er töluvert skemmtilegra að spila en að sitja á bekknum
Það er töluvert skemmtilegra að spila en að sitja á bekknum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég held að það viti allir sunnudagskvöld og mánudagskvöld séu ekki tími fyrir fótbolta
Ég held að það viti allir sunnudagskvöld og mánudagskvöld séu ekki tími fyrir fótbolta
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Gunnar Heiðar er mjög sannfærandi maður
Gunnar Heiðar er mjög sannfærandi maður
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég var að stelast á æfingar hjá Álftanesi og Elliða sem framherji
Ég var að stelast á æfingar hjá Álftanesi og Elliða sem framherji
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Við lifum þetta alveg pottþétt af, förum bara í ræktina á meðan í bænum og svo höldum við áfram þegar vatnið kemur á
Við lifum þetta alveg pottþétt af, förum bara í ræktina á meðan í bænum og svo höldum við áfram þegar vatnið kemur á
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Snær Friðriksson var kynntur sem nýr leikmaður Njarðvíkur í síðasta mánuði. Markvörðurinn kemur til Njarðvíkur eftir að hafa verið hjá KR síðustu tvö ár. Þar áður var hann hjá Fylki.

Aron, sem er 27 ára, ræddi í dag við Fótbolta.net um skiptin til Njarðvíkur.

„Það var svolítið langur aðdragandi. Þeir voru farnir að heyra í mér þegar mótið í fyrra var að klárast. Ég beið alveg heillengi, fór í aðgerð beint eftir mót og tók mér langan tíma því ég mátti hvort eð er ekki spila fótbolta fyrr en í janúar. Þeir sýndu mjög mikinn áhuga í langan tíma og mér líst mjög vel á þetta skref," sagði Aron.

Vildu ekki semja við framherjann Aron
Aron er Grindvíkingur svo hann kannast vel við sig á Suðurnesjunum.

„Ég er uppalin í Grindavík og hef komið til Njarðvíkur nokkrum sinnum, ég rata Reykjanesbrautina, fer létt með það."

„Staðan á mér í dag er mjög góð. Ég er búinn að æfa fótbolta í þrjár vikur, fór í aðgerð á úlnlið og mátti ekki vera í marki. Ég var að stelast á æfingar hjá Álftanesi og Elliða sem framherji. Þeir vildu ekki semja við mig sem voru ákveðin vonbrigði," sagði Aron á brosti. „Núna er ég kominn á fullt."

„Mér líst mjög vel á að vera kominn í Njarðvík, það er mikill metnaður og Gunnar Heiðar er mjög sannfærandi maður sem er að reyna hjálpa okkur að fá fleiri leikmenn og styrkja okkur. Vonandi getum við ýtt þessu liði aðeins ofar en það var í fyrra."


Miklu hentugra að spila á laugardögum
Aron spilaði síðasta í næstefstu deild árið 2017 með Fylki. Eru það viðbrigði?

„Nei nei, á endanum er þetta bara fótbolti, en auðvitað er þetta aðeins öðruvísi. Það er aðeins minni umfjöllun. Ég spilaði með Fylki í þessari deild á sínum tíma, hörkugaman, spilað á laugardögum og ég fílaði það mjög mikið."

„Ég held það sé miklu hentugra fyrir alla, ég held að það viti allir sunnudagskvöld og mánudagskvöld séu ekki tími fyrir fótbolta."


Fyrst hafði vindurinn áhrif og svo kom eldgos
„Fyrstu vikurnar í Njarðvík hafa verið mjög fínar, við höfum náð smá krafti í þetta og svo var síðasta vika kannski svolítið skrítin: náðum ekki að æfa á mánudegi af því var of mikill vindur og svo núna er eldgos í Grindavík og heitavatnslaust og ekki æft þessa vikuna. Þetta byrjaði mjög vel allavega. Við lifum þetta alveg pottþétt af, förum bara í ræktina á meðan í bænum og svo höldum við áfram þegar vatnið kemur á."

Talaði alltof oft við Gunnar Heiðar
Aron var spurður út í þjálfarann Gunnar Heiðar Þorvaldsson sem náði að sannfæra markvörðinn um að koma í Njarðvík.

„Hörkugaur, ég talaði við hann alltof oft í síma þegar hann var að reyna fá mig til að koma til Njarðvíkur. Það var gaman að tala við hann í hvert einasta skipti. Þetta er sannfærandi gaur og maður sá alveg mun á liðinu í fyrra þegar skipt var um þjálfara; þá fór liðið á flug."

Gunnar Heiðar tók við Njarðvík um mitt síðasta tímabil þegar liðið var í fallsæti. Liðið byrjaði vel undir hans stjórn, vann fyrstu fimm af sjö leikjunum, en þrátt fyrir það einungis hársbreidd frá því að falla í lokaumferðinni.

Vildi vera númer eitt og finna gleðina aftur
Aron tekur við markvarðastöðunni af Robert Blakala sem varið hefur mark Njarðvíkur síðustu ár. Blakala hélt á Selfoss í vetur og spilar þar. Aron var orðaður við fleiri félög á Íslandi og þá var áhugi á honum erlendis.

„Ég er hörku spenntur að fara spila fótbolta, vonandi gengur maður að stöðunni, fæ að spila og að það verði skemmtilegt aftur."

„Það var fullt af símtölum þannig. Ég setti mér þá reglu að ég myndi ekki taka neitt sem myndi heita varamarkmaður og í raun var orðið samkeppni bannað líka - því það þýðir oftast að þú sért varamarkmaður. Ég verð auðvitað með samkeppni í Njarðvík og hef allan skilning á því, en mig langaði að finna aftur gleðina í fótboltanum, spila fótbolta, vera númer eitt og keyra svolítið á þetta. Það er töluvert skemmtilegra að spila en að sitja á bekknum. Ég komst að því síðustu tvö ár."

„Ég átti samtal við lið í norsku B-deildinni sem fór bara í sitt ferli. Það gekk svo ekki upp, mér leist ekki alveg nógu vel á hvernig þeir ætluðu að gera hlutina þannig það varð ekkert úr því."


Vilja vera í efri hlutanum
Hvað er markmiðið hjá Njarðvík?

„Markmiðið er að ýta þessu liði svolítið ofar í töfluna, þeir voru mjög tæpir á því að falla í fyrra, einu marki frá því. Okkur langar að fara í efri hlutann, sjá hvað við getum gert það. En það sem seldi mér Njarðvík fyrst og fremst er metnaðurinn í Gunnari Heiðari og félaginu öllu. Ég heyrði í nokkrum í kringum liðið, það var mikill metnaður í öllu og ég kíkti á æfingu. Það var eitt af því sem ég bað um að fá að gera. Það var flott tempó og mér leist mjög vel á hlutina," sagði Aron að lokum.

Í viðtalinu ræðir Aron um tíma sinn hjá KR og þann möguleika sem var í boði í vetur að endursemja þar. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner