Arsenal og Tottenham hafa áhuga á Kean - Man Utd sýndi Fermín López áhuga - Jota orðaður við Arsenal
   sun 09. febrúar 2025 10:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Dagur Austmann leggur skóna á hilluna (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dagur Austmann Hilmarsson hefur lagt skóna á hilluna en hann staðfesti það í samtali við Fótbolta.net.

Rætt var um að hann væri búinn að leggja skóna á hilluna í útvarpsþættinum Fótbolta.net í gær og í samtali við fréttamann staðfesti að hann að það væri rétt.

Dagur segir ástæðuna vera þrálát meiðsli. „Aðalástæðan eru meiðsli, skrokkurinn á mér er alltaf að gefa sig," segir Dagur sem hefur mikið verið fjarri vegna meiðsla á sínum ferli.

Hann er 26 ára varnarmaður sem uppalinn er hjá Stjörnunni og hefur í meistaraflokki leikið með Aftureldingu, ÍBV, Þrótti Reykjavík, Leikni, Grindavík og síðast Fjölni. Á unglingsárum var hann á mála hjá FCK og AB í Kaupmannahöfn.

Hann kom við sögu í 18 af 24 leikjum Fjölnis í Lengjudeildinni á síðasta tímabili. Alls lék hann 171 meistaraflokkslek á ferlinum og skoraði þrjú mörk. Hann var á sínum tíma í unglingalandsliðunum og lék alls 21 leik fyrir U16-U19 og skoraði tvö mörk.

Dagur er tvíburabróðir Mána sem spilar með Fjölni í dag.
Útvarpsþátturinn - Heima í Helsinki og ótímabær Lengjuspá
Athugasemdir
banner
banner