Arsenal og Tottenham hafa áhuga á Kean - Man Utd sýndi Fermín López áhuga - Jota orðaður við Arsenal
   sun 09. febrúar 2025 22:40
Ívan Guðjón Baldursson
Dalvík/Reynir fær franskan sóknarmann (Staðfest)
Mynd: Dalvík/Reynir
Dalvík/Reynir hefur samið við franskan framherja sem heitir Rémi Marie Emeriau.

Rémi mun leika fyrir Dalvík/Reyni í 2. deildinni í sumar eftir að liðið féll úr Lengjudeildinni í fyrra.

Rémi er 26 ára gamall og gerir eins árs samning við Dalvíkinga. Á síðustu leiktíð lék hann með Olimpia Satu Mare í þriðju efstu deild rúmenska boltans en þar áður lék hann í bandaríska háskólaboltanum.

Rémi kom til Íslands í síðasta mánuði og skoðaði aðstæður hjá Dalvíkingum, sem honum leist vel á.

„Remi er líkamlega sterkur og kröftugur leikmaður sem getur leyst nokkrar stöður framarlega á vellinum. Velkominn, Remi," segir meðal annars í tilkynningu frá félaginu.
Athugasemdir
banner
banner
banner