VAR myndbandsdómgæslan hefur ekki verið notað um helgina í enska bikarnum og þar eru skiptar skoðanir á því hvort menn vilji hafa VAR eða ekki.
Sumir stjórar sem hafa kvartað yfir VAR eru jafnvel að kvarta yfir því þessa helgina að VAR sé ekki til staðar!
Sumir stjórar sem hafa kvartað yfir VAR eru jafnvel að kvarta yfir því þessa helgina að VAR sé ekki til staðar!
Brighton vann Chelsea í gær og umræða hefur verið um hvort sigurmarkið hefði verið dæmt ógilt með VAR, vegna mögulegrar hendi á Tariq Lamptey.
„Svona er þetta. Svona er fótbolti. Með VAR þá eru ekki eins miklar tilfinningar eins og við sáum í leiknum í dag," segir Fabian Hurzeler, stjóri Brighton, sem var ánægður með að VAR var ekki til staðar.
„Allir geta tekið undir það að í leiknum í dag var frábær stemning og andrúmsloft. Þú gast fagnað marki því þú varst viss um að það myndi standa. Ég er ánægður með að þetta var svona."
Á forsíðu er skoðanakönnun þar sem spurt er út í VAR í enska boltanum. Hver er þín skoðun?
Athugasemdir