Þórir Jóhann Helgason var í byrjunarliði Lecce sem tók á móti Bologna í efstu deild ítalska boltans í dag og átti hann góðan leik þar til hann þurfti að fara af velli vegna meiðsla.
Þórir Jóhann lék fyrstu 80 mínúturnar áður en hann meiddist en lokatölur urðu 0-0 í jöfnum leik. Þetta er afar dýrmætt stig fyrir Lecce sem er fjórum stigum fyrir ofan fallsæti - með 24 stig eftir 24 umferðir.
Bologna er áfram í áttunda sæti deildarinnar, með 38 stig og fjórum stigum frá Evrópusæti.
Cagliari lagði þá Parma að velli í fallbaráttuslag á meðan Lazio skoraði fimm gegn botnliði Monza.
Cagliari er jafnt Lecce á stigum á meðan Parma situr eftir í fallsæti með 20 stig.
Pedro skoraði tvennu í sigri Lazio og komust Taty Castellanos, Fisayo Dele-Bashiru og Adam Marusic einnig á blað, á meðan Stefano Sensi skoraði eina mark Monza úr vítaspyrnu.
Lazio er í fjórða sæti eftir þennan sigur, með 45 stig. Monza er með 13 stig á botni deildarinnar, átta stigum frá öruggu sæti.
Cagliari 2 - 1 Parma
1-0 Alessandro Vogliacco ('57 , sjálfsmark)
2-0 Florinel Coman ('70 )
2-1 Giovanni Leoni ('79 )
Lazio 5 - 1 Monza
1-0 Adam Marusic ('31 )
2-0 Pedro ('57 )
3-0 Valentin Castellanos ('63 )
4-0 Pedro ('77 )
4-1 Stefano Sensi ('86 , víti)
5-1 Fisayo Dele-Bashiru ('88 )
Lecce 0 - 0 Bologna
Athugasemdir