Bayern og Real vilja Dalot - Liverpool að vinna í Kerkez - Newcastle ætlar að reyna við Delap
   sun 09. febrúar 2025 07:00
Sölvi Haraldsson
Simeone telur Barcelona vera besta lið deildarinnar
Mynd: EPA
Toppbarátta La Liga deildarinnar á Spáni er orðin hnífjöfn og gífurlega spennandi. Madrídarliðin mættust í gær og gerðu 1-1 jafntefli.

Eins og staðan er í dag er Real Madrid á toppi deildarinnar, stigi á undan Atletico Madrid sem eru í 2. sætinu.

Diego Simeone, stjóri Atletico Madrid, sagði á blaðamannafundi eftir jafnteflið í Madrídarslagnum að Barcelona væri besta lið deildarinnar.

Mér finnst Barcelona vera besta lið deildarinnar. Þeir sækja mjög vel, leikmennirnir þeirra eru gífurlega hraðir og þeir spila mjög vel sem lið.“ sagði Simeone.

Barcelona mætir Sevilla í kvöld en með sigri geta Börsungar minnkað muninn í eitt stig í Atletico Madrid og tvö stig í Real Madrid en stöðutöflu deildarinnar má sjá hér að neðan.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 27 17 6 4 57 26 +31 57
2 Barcelona 26 18 3 5 71 25 +46 57
3 Atletico Madrid 27 16 8 3 44 18 +26 56
4 Athletic 27 13 10 4 45 24 +21 49
5 Villarreal 26 12 8 6 48 36 +12 44
6 Betis 27 11 8 8 35 33 +2 41
7 Mallorca 27 10 7 10 26 33 -7 37
8 Vallecano 27 9 9 9 29 29 0 36
9 Sevilla 27 9 9 9 32 36 -4 36
10 Celta 27 10 6 11 40 41 -1 36
11 Real Sociedad 27 10 4 13 23 28 -5 34
12 Osasuna 26 7 12 7 32 37 -5 33
13 Getafe 27 8 9 10 23 22 +1 33
14 Girona 27 9 6 12 35 40 -5 33
15 Espanyol 26 7 7 12 25 37 -12 28
16 Valencia 27 6 9 12 30 45 -15 27
17 Leganes 27 6 9 12 24 40 -16 27
18 Alaves 27 6 8 13 30 40 -10 26
19 Las Palmas 27 6 6 15 30 45 -15 24
20 Valladolid 27 4 4 19 18 62 -44 16
Athugasemdir
banner
banner