Bayer Leverkusen gerði markalaust jafntefli í gær gegn Wolfsburg á útivelli.
Sá leikur gerði það að verkum að Xabi Alonso, þjálfari Bayer Leverkusen, hefur farið í gegnum 27 útileiki án þess að tapa.
Metið eru 27 leikir en þeim árangri náði Udo Lattek með tveimur liðum. First hjá Bayern Munchen árin 1983 til 1987 og svo hjá Schalke á 1992/1993 tímabilinu.
Næsti útileikur Bayer Leverkusen er 22. febrúar gegn Holstein Kiel, ef Leverkusen tapar ekki þeim leik hefur Xabi Alonso slegið þetta merka met.
Bayer Leverkusen er í 2. sæti deildarinnar 8 stigum á eftir Bayern Munchen sem þeir eiga næsta laugardag.
Athugasemdir