Michail Antonio framherji West Ham var hetja liðsins þegar hann skoraði bæði mörkin í sigri á Larnaca frá Kýpur í Sambandsdeildinni í kvöld.
Fyrra markið skoraði hann með skalla en það síðara með skoti með hægri fæti fyrir utan vítateiginn.
Hann var nálægt því að skora 'fullkomna þrennu' þegar skot hans með vinstri fæti hafnaði í stönginni. Hann var svekktur með það.
„Ég var svona nálægt því að skora fullkomna þrennu. Ég hugsaði alveg: 'Oh, þetta fór í stöngina'. Ég var svo svekktur. Það er auðvitað frábært að skora tvö mörk og við unnum. Það koma vonandi fleiri í næstu viku," sagði Antonio.
Athugasemdir