Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 09. mars 2023 16:46
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið Arsenal í Lissabon: Kiwior byrjar en Ödegaard ekki í hópnum
Jakub Kiwior byrjar sinn fyrsta leik í vörn Arsenal.
Jakub Kiwior byrjar sinn fyrsta leik í vörn Arsenal.
Mynd: Getty Images
Klukkan 17:45 hefst fyrri leikur Sporting Lissabon og Arsenal í Portúgal í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.

Ruben Amorim og lærisveinar í Sporting rúlluðu yfir Midtjylland í umspilinu 5-1 og mæta Arsenal sem vann A-riðil riðlakeppninnar.

Sporting er í fjórða sæti portúgölsku deildarinnar en Arsenal á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.

Einhverjar sögusagnir voru um að Gabriel Jesus gæti ferðast með Arsenal í leikinn en hann er mættur aftur til æfinga. Hann er hinsvegar ekki klár og er í ekki í leikmannahópnum.

Martin Ödegaard er ekki með Arsenal, er ekki í hópnum, svo Granit Xhaka er með fyrirliðabandið. Norðmaðurinn ferðaðist með til Lissabon en samkvæmt samfélagsmiðlum er hann veikur.

Pólski varnarmaðurinn Jakub Kiwior fær byrjunarliðsleik en Gabriel er hinsvegar á bekknum. Kiwior er að byrja í sínum fyrsta leik þessi 23 ára leikmaður kom frá Spezia í janúarglugganum.

Belginn Leandro Trossard fór af velli vegna nárameiðsla í dramatískum sigri Arsenal gegn Bournemouth um síðustu helgi. Meiðsli sem sögð eru minniháttar en hann er þó ekki með í dag.

Mikel Arteta heldur áfram að vera með Bandaríkjamanninn Matt Turner í markinu í Evrópuleikjunum og Aaron Ramsdale því á bekknum. Þar fær Ramsdale félagsskap frá Thomas Partey. Eddie Nketiah er enn á meiðslalistanum svo Gabriel Martinelli leiðir sóknarlínuna og Reiss Nelson spilar sinn fyrsta byrjunarliðsleik síðan 9. nóvember.

Byrjunarlið Sporting: Adan, Esgaio, Coates, Inacio, St. Juste, Reis, Morita, Goncalves, Trincao, Edwards, Paulinho.

Byrjunarlið Arsenal: Turner, White, Saliba, Kiwior, Zinchenko, Jorginho, Vieira, Xhaka, Nelson, Saka, Martinelli.
(Varamenn: Ramsdale, Holding, Gabriel, Tomiyasu, Walters, Partey, Smith, Bandeira, Smith Rowe, Sagoe Jr, Hillson)

Leikir dagsins í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar:
17:45 Union Berlin - St. Gilloise
17:45 Leverkusen - Ferencvaros
17:45 Sporting - Arsenal
17:45 Roma - Real Sociedad
20:00 Juventus - Freiburg
20:00 Sevilla - Fenerbahce
20:00 Man Utd - Betis
20:00 Shakhtar Donetsk - Feyenoord



Athugasemdir
banner
banner
banner