Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 09. mars 2023 14:00
Elvar Geir Magnússon
Týpa sem ÍBV vantaði - „Fyrst og fremst góður fótboltamaður“
Filip Valencic í leiknum gegn Leikni í gær.
Filip Valencic í leiknum gegn Leikni í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Í þessari viku fór ÍBV loks að spila í Lengjubikarnum og liðið hefur komið af miklum krafti fram í sviðsljósið. Á sunnudag unnu Eyjamenn 5-1 sigur gegn FH og í gær 2-0 gegn Leikni.

Sóknarmiðjumaðurinn Filip Valencic skoraði fyrra mark ÍBV í Breiðholtinu í gær og þá þótti hann eiga virkilega góðan leik gegn Hafnfirðingum.

Hermann Hreiðarsson segir að Valencic sé leikmaður sem ÍBV hafi vantað í sinn hóp.

„Hann er hörkuleikmaður, góður fótboltamaður fyrst og fremst. Hann er týpa sem vantaði upp á. Hann gefur okkur möguleika í spilinu," sagði Hermann eftir leikinn gegn Leikni.

Filip er 31 árs og lék með öllum yngri landsliðum Slóveníu. Á ferli sínum hefur hann leikið með Ljubljana sem er hans heimabær, Notts County, Stabæk, Monza og Dinamo Minsk.

Þá hefur hann einnig talsvert spilað í Finnlandi. Hann var síðast á mála hjá KuPS og áður hjá Inter Turku, HJK og PS Kemi. Þegar hann var hjá HJK vann hann deildina í þrígang. Með KuPS var hann í eldlínunni í undankeppni Sambandsdeildarinnar og skoraði þar eitt mark í fjórum leikjum 2022.

Hermann segir ÍBV ekki með mikla breidd og gefur til kynna að ÍBV gæti bætt enn frekar við áður en Besta deildin fer af stað eftir um mánuð.

„Eins og eflaust allir aðrir er maður alltaf opinn fyrir því að fá góða leikmenn. En ég er mjög ánægður með það sem menn hafa verið að sýna og er mjög ánægður með æfingaferðina," segir Hermann en viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að neðan.

ÍBV

Komnir
Bjarki Björn Gunnarsson á láni frá Víkingi
Filip Valencic frá Finnlandi
Guy Smit á láni frá Val
Hermann Þór Ragnarsson frá Sindra
Ólafur Haukur Arilíusson frá KFS
Sverrir Páll Hjaltested frá Val (var á láni hjá Kórdrengjum)

Farnir
Andri Rúnar Bjarnason í Val
Atli Hrafn Andrason í HK
Kundai Benyu
Óskar Elías Zoega Óskarsson í KFS
Sito til Spánar
Telmo Castanheira til Malasíu
Hemmi Hreiðars: Erum á töluvert betri stað en fyrir ári
Athugasemdir
banner
banner
banner